9.5.2007 | 13:27
Hvur andskotinn!
Daginn
Ég er svo hlessa. Hélt að spádómsgáfa mín væri betri en þetta. Í gær spáði ég semsagt að fylgið færi í 11% í dag og 13-15% á kjördag. Þetta brást, nú er fylgið í 14,6% og spái ég hér með að morgundagurinn muni vera í 15,4% og að flokkurinn endi í 16,3 á kjördag.
Fólk hefur greinilega áttað sig á því að framtíð lands og þjóðar er í bestum höndum framsóknar og sjálfstæðisflokks.
Koma svo allir saman
ÁRANGUR ÁFRAM EKKERT STOPP!!
Kveðja
Snæþór
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 12:16
Á uppleið, endum í 13-15%
Daginn
Jæja, þetta er þó skárra en í gær. Á morgun verða það 11% og svo koll af kolli fram að kjördegi.
Ég hef fulla trú á því að fólk átti sig betur á því eftir sem nær dregur hvað við höfum það fjári gott, hvað við höfum það miklu betra en 1995 og hvað við getum náð miklum árangri með sömu stjórn áfram.
KOMA SVO FRAMSÓKNARMENN!!
Kveðja
Snæþór
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.5.2007 | 13:00
Verðtryggingin
Verðtryggingin
Mikið er rætt um afnám verðtryggingar fyrir þessar kostningar. Sérstaklega hefur þó stjórnarandstaðan verið dugleg að röfla um að verðtryggingin setji bæði axlabönd og belti á bankana.
Persónulega er ég á móti afnámi verðtryggingarinnar því hvað er það sem gerist ef hún verður nú bönnuð með lögum? Jú, verðbólgan fer þess í stað beina leið inn í vaxtatöflu bankanna og það sem meira er þá munu bankarnir eflaust þurfa að bæta við áhættuálagi ofan á vextina vegna þess að hér væri um áhættumeiri lánastarfsemi að ræða. Er það þetta sem við viljum?
Ég fer reyndar ekki ofan af því að bankarnir eru að mjólka landann fullstíft með allskyns þjónustugjöldum, seðilgjöldum, yfirlitagjöldum, tekið út eftir klukkan fimm gjöldum og fleira í þeim dúr. Slík gjöld verða hinsvegar ekki tekin af með lögum heldur þurfa bankarnir og þeirra stjórar að sjá siðferðislegu hliðina á þessu máli.
Kaupfélagið segir því, höldum verðtryggingunni en köttum á þjónustugjöldin.
Annars vil ég benda í lokin á þetta stórkostlega lag :-D
Það eru ekki allir sem geta gert fjóra hluti í einu. Verið ráðherra, trommari, söngvari og framsóknarmaður, ÁFRAM MAGGI!
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2007 | 12:48
Svona á að fara að þessu
Daginn,
mikið er ég ánægður með hana Jónínu núna. Svona á að gera þetta, berja aðeins á þessu fjölmiðlaliði sem heldur að það geti misnotað aðstöðu sína.
Það hefur allt verið hrakið, frá A - Ö. Reyndar er ekki nokkur leið til að blaðamannafélagið, sú klíka, muni gera neitt í málinu en þó er þetta góður leikur.
Kveðja
Snæþór
Umhverfisráðherra ætlar að kæra umfjöllun til siðanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.5.2007 | 13:49
Margt í deiglunni, við förum þetta á seiglunni!
Daginn
Það er ekki hægt að neita því að það er nett fárviðri á þessum síðustu dögum fyrir kosningar. Helstu málin virðast vera: stóra Jónínumálið. Hvað varð um Íslandshreyfingunamálið. Ögmundur sagði þettaskoaldreimálið og ÁframeðaStoppmálið.
Stóra Jónínumálið
Ég held ég hafi aldrei áður séð jafn augljósa misnotkun á ríkisútvarpinu og þetta blessaða mál. Helgi Seljan samfylkingarkveif er annaðhvort að missa sig eða að láta misnota sig. Það er búið að marg berja ofan í þetta lið að hér sé svo sannarlega ekki um einsdæmi að ræða, hvorki hvað varðar tímann sem þetta tók, dvalartíma stúlkunnar né ástæðuna fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Það er því bara ein skýring á þessu máli. Seljan er búinn að selja sjálfan sig lúsugum djöflinum (lesist samfylkingarforustan). Þar að auki spyr maður sig, hver skaðaðist við þessa veitingu? Var einhver sem fékk ekki ríkisborgararétt á kostnað þessarar stúlku frá Guatemala?
Legg til að fólk smelli á fóninn "The girl from Ipanema" og njóti lífsins.
Hvað varð um Íslandshreyfingunamálið
Jah, þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Ég hafði reyndar aldrei trú á þessum furðulega samsöfnuði fólks úr öllum áttum. Þau eru öll góð á sínu sviði, Ómar með barnalögin, Margrét í borgarmálunum og Jakob Frímann á bakvið skemmtarann. Ég legg því til að þau haldi áfram því sem þau eru best í.
Því er best að allir smelli nú á fóninn "Þrjú hjól undir bílnum" og syngi sérstaklega hátt og snjallt með Íslandshreyfingunni "ekkert hjól undir bílnum, hann áfram skröltir ei meir, hann liggur á hlið, í hyldjúpri á....." því þannig er nú bara staðan.
Ögmundur sagði þettaskoaldreimálið
Ó jú, hann sagði þetta sko víst. Pistillinn er enn á heimasíðunni hans. Að fólk skuli reyna að bera á móti því og sérstaklega Steingrímur Joð í 1. maí þættinum. Halda þeir að fólk sé fávíst?
Setjum nú á fóninn Funeral March eftir Chopin til heiðurs bönkunum ef VG kemst til valda.
ÁframeðaStoppmálið
Ykkar er valið. Áframhaldandi hagvöxtur, kaupmáttaraukning, bæting á öllum sviðum þjóðfélagsins nú eða þá stóra stopp, kommúnísk hagstjórn, Ingibjörg Sólrún í áramótaávarpi (setur að mér hroll), upplausn í þjóðfélaginu og verri kjör fyrir alla, já fyrir alla segi ég.
Nú skulum við því setja á fóninn "Bankrobber (lesist Ögmundur)" með Clash og hrista af okkur þessa vinstri vitleysinga, netlöggurnar, anti bjóristana, anti litasjónvarpistana, anti leifstöðvarliðið, fólkið sem vill auka jöfnuð með því að gera alla jafn fátæka og þá sem berjast gegn íslenskri velferð.
Kveðja úr Kaupfélaginu
Snæþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 11:38
Skref í rétta átt, ömurleg aðferðarfræði, SJS að verða metró?
Daginn
Já þessi könnun úr fréttablaðinu í dag er vissulega skref í rétta átt fyrir flokkinn réttsýna (lesist Framsókn). Hinsvegar verður maður nú að setja stórt og mikið spurningamerki við aðferðarfræðina, 800 spurðir með því að loka augunum og benda í símaskránna og einungis 360 svöruðu spurningunni með bókstaf. Ekki gott hlutfall það.
Það er því óljóst nú sem fyrr í hvaða átt flokkurinn stefnir þegar kemur að prósentum en við bíðum og vonum og vitum svona innst inni að auðvitað kemur fólk til, auðvitað átta menn sig á því hvað við höfum það fjandi gott og hverjum er m.a. að þakka.
Mig langar til að benda á auglýsingu VG í fréttablaðinu í dag. Aftarlega í blaðinu neðan til er auglýsing frá konum í VG (við viljum jafnrétti eða eitthvað í þá áttina), er það allt gott og blessað en ég verð þó að viðurkenna að ég fæ alltaf nettan hroll þegar ég sé Kolbrúnu H og þá ekki síst Guðfríði Lilju, verð að viðurkenna að ég hef gert nokkrar tilraunir til að lesa bloggið hennar en skil aldrei staf sem stendur þar. Allavega þá er önnur auglýsing frá körlunum í VG á næstu síðu á eftir sem segir, "Við viljum líka jafnrétti". Það sem sló mig einna fastast við þessa auglýsingu var "Emils í kattholti" húfan á Jóni Bjarna, almennur sauðasvipur á frambjóðendum og svo ekki síst að Steingrímur Joð er kominn með unggæðingspreppalook, minnir einna helst á Skjöld tískulöggu. Er búið að metróvæða Steingrím fyrir kostningarnar?
Nóg komið
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 16:31
Fyrirsagna stjórnmál
Daginn
Eru þau ekki líka til? Allavega sýnist mér að Íslandshreyfingin sé að gera góða hluti í þeim. Planið er semsagt að kasta fram einhverri góðri fyrirsögn og vona svo hið besta, vona að fyrirsögnin falli vel í kramið og fólk fari ekkert að kafa of djúpt í hana nú eða skoða eldri ummæli þeirra sem að málinu standa. Ég meina auðvitað var það bara óheppni að einhver skuli hafa grafið upp þau ummæli Margrétar Sverris að það væru landráð að óska eftir aðild að ESB.
Ég allavega, svona persónulega, hlakka mjög til að sjá fleiri fyrirsagnir frá Íslandshreyfingunni. Kannski kasta þau svo fram einhverju álíka sniðugu og LÁGMARKSLAUN VERÐA 150.000 KRÓNUR. Nei heyrðu! Þau eru búin að því, gleymdu bara að reikna það út að það kostaði ríkissjóð 60 milljarða á ári en það er í lagi, við sleppum því bara að reka heilbrigðiskerfið í staðinn!
Kveðja
Snæþór
Íslandshreyfingin: Auðlindir Íslands verði aldrei í umsjá erlendra afla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2007 | 20:23
Kristrún Heimisdóttir, grófur ruddi?
Kvöldið
Ég var að horfa á Kastljós. Þar mætti m.a. Kristrún Heimisdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar. Ég hef aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tíman séð annan eins ruddaskap frá manneskju sem vill láta taka sig alvarlega. Hún toppar meir að segja Kristján Jóhannsson og "rauð á brjóstunum" kommentið hans.
Það er grundvallaratriði í umræðuþáttum að sýna skoðunum eða þá allavega persónu andstæðings þíns þá virðingu að vera ekki að geifla sig og gretta á meðan hann talar. Frú K. Heimisdóttir sýndi af sér slíka hegðun að ég vona að börnin sem hún veifaði nú í kringum sig með blaðinu "Unga Ísland" hafi ekki verið að horfa því að það er nákvæmlega svona hegðun sem börn eiga ekki að læra, en mikið fjári er ég hræddur um að Unga Ísland eigi eftir að verða óagað í framtíðinni ef fylkingin nær einhverju fylgi.
Þar að auki vogar þetta lið sér að gagnrýna aðra flokka fyrir "dýrar" stefnuskrár en þegar á hólminn er komið og Fylkingin spurð hvað þeirra stefnumál kosta þá svarið...."ja, ég veit ekki, er ekki búin að reikna". Fullkomnlega óagað, óþroskað, óhæft fólk til að taka við landinu og það sannaðist svo sannarlega í þessum blessaða Kastljósþætti.
Takk Samfylkingin fyrir að hefja ykkar landsfundarhelgi með því að skjóta ykkur í báða fætur.
p.s. það fyrsta sem Ingibjörg Sólrún ætlar að gera þegar hún er komin í ríkisstjórn er að láta stroka Ísland út af lista hinna viljugu þjóða og afturkalla eftirlaunalögin. Það er nú meira helvítið hvað þjóðin er í vondum málum ef þetta eru mest aðkallandi málin. Það er skömm að þessu pakki.
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Breytt 16.4.2007 kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.4.2007 | 17:56
Stalínsk ljósmynd með þessari frétt
Daginn,
Manni bara bregður við. Eldrautt ræðupúlt, frelsarahvít drakt, foringjadýrkunin í öndvegi og marklaust orðagjálfur.
Kysi frekar klamedýu en þennann blessaða flokk.
Kv.
Snæþór
Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.4.2007 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2007 | 12:42
Hvítt afl...nei..Nýtt afl..nei...Frjálslyndi flokkurinn
Daginn
Já hún er mörg skrítin kýrin í þessu landi og þó skrítnust er hún þessi Frjálslynda. Ég hefði aldrei trúað því að hér á landi kæmi upp önnur eins hatursmaskína og öfgahópar Frjálslyndra.
Ísland fyrir Íslendinga dynur nú í eyrum okkar daginn út og inn þrátt fyrir að hófstilltari armar þess skrímslis sem frjálslyndir eru orðnir reyni að breiða yfir viðbjóðinn í umræðuþáttum fjölmiðlanna. Addi Kitti Gau var svo hræddur um að nú myndi flokkurinn hans þurrkast upp að hann leitaði á náðir hvítts afls til þess að sækja sér auknar vinsældir hjá þjóðernissinnuðum Íslendingum en áttaði sig greinilega ekki á því hverskonar ormagröf hann væri að opna sér og sínum, fyrr en um seinan.
Ég hef velt því fyrir mér hvernig Frjálslyndir ætla að fara að því að nýta öryggisventilinn í EES samningnum. Þeir telja greinilega að nú sé staðan orðin þannig hér á landi að útlendingar ógni öryggi okkar sem velferðarríki og því kominn tími til að fara að sortera inn góðu kallana og út slæmu kallana. Hvernig ætli þeir sjái þetta fyrir sér. Sem dæmi, hér kæmi inn maður frá t.d. Rúmeníu, hann væri iðnverkamaður og sérhæfður í grjótmulningi. Þessi maður yrði sennilega stimplaður á rassinn með frímerki og sendur aftur til síns heima. En hér kæmi nú annar maður, líka frá Rúmeníu og hann verandi háskólamenntaður maður, sérfræðingur í framvirkum samningum og hingað kominn til að vinna í greiningardeild Kaupþings. Þessi ágæti maður fengi væntanlega grænt ljós og mættur í Borgartúnið á skrifstofuna sína næsta dag.
Kíkjum svo á hina hliðina. Nú værum við farin að stimpla Rúmena vonda í 50% tilvika, þannig að þeir ættu nú að fara að geta gert hið sama. Hér væri maður sem ætlaði að kaupa sér strandbar á fagurri strönd Svarta hafsins. Honum yrði med de samme snúið við á flugvellinum í Rúmeníu og sendur aftur heim. Er það þetta sem við viljum. Viljum við virkilega taka það skref, það fasíska skref, að sortera fólk eftir bakgrunni, eftir menntun, eftir þjóðfélagsaðstæðum þess.
Erum við svo andskoti mikið yfir aðra hafin að við viljum þetta? Er Íslenska þjóðin orðin svo feit og pattaraleg vegna góðrar afkomu síðustu ára að við séum komin á þann stað að við dæmum feiga og ófeiga? Ég held ekki, eða réttara sagt ég trúi því ekki. Við þörfnumst erlends vinnuafls vegna þess að við höfum ekki mannafla til að sinna öllum störfunum sem við höfum skapað. Við höfum ekki mannafla til að vinna fiskvinnslustörfin auk þess að við höfum ekki viljan til þess að vinna þau störf en þau störf þarf samt að vinna. Ef við tækjum upp á því að reka útlendingana á Flateyri úr landi þá yrði það bara til þess að Flateyri myndi leggjast af því að Íslendingar fást ekki í störfin og það er bara ekki hlaupið að því að hækka launin þar sem að samkeppnisumhverfið er svo breytt. Nú berjast íslenskar fiskvinnslur við kínverskar og það er ójafn leikur þegar kemur að rekstrarkostnaði.
Það eru engir útlendingar sem ég vil reka úr landi, það er enginn útlendingur sem ég vil koma í veg fyrir að komi til landsins (nema auðvitað "the bad guys"). En mikið helvíti er mér farið að langa til að senda ýmsa félagsmenn í Hvítu afli og Frjálslyndum eitthvað norður og niður.
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Breytt 16.4.2007 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)