Hvítt afl...nei..Nýtt afl..nei...Frjálslyndi flokkurinn

110px-SÍSDaginn

 Já hún er mörg skrítin kýrin í þessu landi og þó skrítnust er hún þessi Frjálslynda.  Ég hefði aldrei trúað því að hér á landi kæmi upp önnur eins hatursmaskína og öfgahópar Frjálslyndra.

Ísland fyrir Íslendinga dynur nú í eyrum okkar daginn út og inn þrátt fyrir að hófstilltari armar þess skrímslis sem frjálslyndir eru orðnir reyni að breiða yfir viðbjóðinn í umræðuþáttum fjölmiðlanna.  Addi Kitti Gau var svo hræddur um að nú myndi flokkurinn hans þurrkast upp að hann leitaði á náðir hvítts afls til þess að sækja sér auknar vinsældir hjá þjóðernissinnuðum Íslendingum en áttaði sig greinilega ekki á því hverskonar ormagröf hann væri að opna sér og sínum, fyrr en um seinan.

Ég hef velt því fyrir mér hvernig Frjálslyndir ætla að fara að því að nýta öryggisventilinn í EES samningnum.  Þeir telja greinilega að nú sé staðan orðin þannig hér á landi að útlendingar ógni öryggi okkar sem velferðarríki og því kominn tími til að fara að sortera inn góðu kallana og út slæmu kallana.  Hvernig ætli þeir sjái þetta fyrir sér.  Sem dæmi, hér kæmi inn maður frá t.d. Rúmeníu, hann væri iðnverkamaður og sérhæfður í grjótmulningi.  Þessi maður yrði sennilega stimplaður á rassinn með frímerki og sendur aftur til síns heima.  En hér kæmi nú annar maður, líka frá Rúmeníu og hann verandi háskólamenntaður maður, sérfræðingur í framvirkum samningum og hingað kominn til að vinna í greiningardeild Kaupþings.  Þessi ágæti maður fengi væntanlega grænt ljós og mættur í Borgartúnið á skrifstofuna sína næsta dag.

Kíkjum svo á hina hliðina.  Nú værum við farin að stimpla Rúmena vonda í 50% tilvika, þannig að þeir ættu nú að fara að geta gert hið sama.  Hér væri maður sem ætlaði að kaupa sér strandbar á fagurri strönd Svarta hafsins.  Honum yrði med de samme snúið við á flugvellinum í Rúmeníu og sendur aftur heim.  Er það þetta sem við viljum.  Viljum við virkilega taka það skref, það fasíska skref, að sortera fólk eftir bakgrunni, eftir menntun, eftir þjóðfélagsaðstæðum þess.

Erum við svo andskoti mikið yfir aðra hafin að við viljum þetta? Er Íslenska þjóðin orðin svo feit og pattaraleg vegna góðrar afkomu síðustu ára að við séum komin á þann stað að við dæmum feiga og ófeiga?  Ég held ekki, eða réttara sagt ég trúi því ekki.  Við þörfnumst erlends vinnuafls vegna þess að við höfum ekki mannafla til að sinna öllum störfunum sem við höfum skapað.  Við höfum ekki mannafla til að vinna fiskvinnslustörfin auk þess að við höfum ekki viljan til þess að vinna þau störf en þau störf þarf samt að vinna.  Ef við tækjum upp á því að reka útlendingana á Flateyri úr landi þá yrði það bara til þess að Flateyri myndi leggjast af því að Íslendingar fást ekki í störfin og það er bara ekki hlaupið að því að hækka launin þar sem að samkeppnisumhverfið er svo breytt.  Nú berjast íslenskar fiskvinnslur við kínverskar og það er ójafn leikur þegar kemur að rekstrarkostnaði.

Það eru engir útlendingar sem ég vil reka úr landi, það er enginn útlendingur sem ég vil koma í veg fyrir að komi til landsins (nema auðvitað "the bad guys").  En mikið helvíti er mér farið að langa til að senda ýmsa félagsmenn í Hvítu afli og Frjálslyndum eitthvað norður og niður.

Kveðja

Snæþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir að auglýsa nafn Frjálslynda flokksins, greinilegt að þú hræðist okkur, enda full ástæða til - við erum nefnilega að fá svo marga fyrrum framsóknarmenn til okkar, sérstaklega í aðdraganda þessara kosninga.

Hvernig svo sem þú dæmir fólk og skoðanir þess þá mun rödd okkar varðandi innflytjendamál ekki þagna - þú getur dæmt okkur sem rasista eða fasista eins og þú vilt, málnotkun þín og samlíking á Nýju afli sem hvítu afli segir allt um rætni þína á þessari stundu. Við erum einfaldlega að segja hvernig við viljum hafa hlutina. Hvet þig til að kíkja inn á www.xf.is og lesa stjónmálayfirlýsingu okkar og málefnahandbók.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 13:09

2 identicon

Stór orð enda ærið tilefni.  Á meðan Guðjón Arnar dregur í land í umræðuþáttunum dæla þeir frá sér auglýsingum sem eru ætlaðar til að ala á ótta og skapa tortryggni í garð erlendra ríkisborgara hér (s.s. upphrópanir um hlutfall erlends vinnuafls hér á landi osfrv).   Síðan eru þeir að reyna að telja fólki trú um að ekkert mál sé að nýta þetta neyðarákvæði, í landi þar sem er 1% atvinnuleysi!  Það er að sjálfsögðu fjarstæðukennt eins og sérfræðingar í evrópurétti hafa bent á.  

Mér þykir mjög miður að hinir flokkarnir hafi ekki útilokað samstarf við Frjálslynda. Þótt þessi stefna verði auðvitað ólíklega ofan á í nokkurri ríkisstjórn er lykilatriði að flokkur sem elur á fordómum og ótta í garð útlendinga eigi ekki aðild að næstu ríkisstjórn.

Kalli Hr. (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Benóný.  Það er athyglisvert að þú lítir á þennan pistil minn sem auglýsingu fyrir Frjálslynda flokkinn.  Það er þá ljóst að flokkurinn þinn vill alla þá auglýsingu sem býðst, sama hversu slæm hún er.

Varðandi það að margir fyrrum framsóknarmenn séu að fara yfir í frjálslyndaflokkinn þá get ég ekki skilil hvernig þú færð það út.  Flokkurinn er að mælast með 5% fylgi og því tapar hann um 2,4% frá síðustu kostningum ekki satt? Skrítin stærðfræði á bak við þetta hjá þér.

Það hvernig þið viljið hafa hlutina Benóný, er nákvæmlega eins og ég vil ekki hafa hlutina.  Þannig er nú bara það.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 13.4.2007 kl. 13:20

4 Smámynd: Heiðar Birnir

Hún er nokkuð góð myndin af þér sjálfu.  Sniðugt hverngi þú dáist af sjáflum þér.

Heiðar Birnir, 13.4.2007 kl. 16:40

5 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Heiðar, ertu nokkuð með myndafetish?

Maður spyr sig.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 13.4.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband