5.6.2007 | 09:25
Lög til að fá á heilann # 3
Daginn
Þetta lag þetta lag. Ég heyrði þetta lag fyrst í sveitinni, get ekki sagt að það minni á neina sveitarómantík en nokkuð oft ómaði það í eyrunum á manni í traktornum. Viss um að beljurnar hugsa enn með hryllingi til þessa sumars þegar rindillinn (var 1,48 fram yfir fermingu) gargaði laglínuna við flórmoksturinn.
Það versta við þetta lag er að það ómar lengur en flest önnur í kollinum á manni, hvort ástæðan fyrir því er þessi nett samkynhneigða gleði íronía eða bara minningin um þetta últra litaóða myndband. Annars velti ég því fyrir mér hvort þeim félögunum hafi verið fullkomnlega fyrirmunað að brosa, man ekki til þess að hafa séð glitta í brosviprur á þeim.
Merkilegt er þó að þetta blessaða heilasyngjandilag er sungið á þýskum og ef ég man rétt hollenskum fótboltavöllum, hvers vegna veit ég ekki, ekki nema þá hugsanlega til að hvetja liðið sem spilar á austurenda vallarins til að sækja meira til vesturs..... má ég þá frekar biðja um You never walk alone!
Spurning dagsins er þessi, "lagið Go west er cover, hverjir áttu orginalinn?"
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2007 | 09:52
Lög til að fá á heilann # 2
Daginn
Ég er enn með "More than words" syngjandi í höfðinu, sérstaklega eftir gott comment frá Dóra og nostalgíu linkinn hans.
Lag dagsins er stórkostlegt og það að mörgu leiti. Bæði er hljóðfæraleikurinn auðvitað fullkomnlega framúrskarandi sem og sú persóna sem ég tengi við lagið en það er auðvitað frúin mín heittelskaða frá Eskifirði, ég hef sennilega aldrei séð neinn syngja þessar fögru laglínur "See the little faggot with the earring and the makeup" af annarri eins innlifun og hana.
Ég hef annars ekki hugmynd um það en grunar það ansi sterklega að þetta myndband hafi verið langt á undan sinni samtíð þegar kemur að tækni"brellum", glæsileg 4 punkta grafíkin í vídeóinu og skærgrænir blacklight litirnir auðvitað eitthvað það flottasta sem sést hefur á ferlinum.
Nú eru væntanlega allir búnir að átta sig á því hvert lagið er og því okkur ekkert að vandbúnaði en að smella því á fóninn og fá það beint á heilann, syngjum svo öll saman í heilabúunum í allan dag
"We gotta install microwave ovens,
custom kitchen deliveries
We gotta move these refrigerators
We gotta move these colour tvs"
Getraun dagsins er svo auðvitað þessi, "Hvað heitir föðurbróðir trommara Dire straits?"
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2007 | 12:39
Lög til að fá á heilann # 1
Daginn
Er búinn að vera að grúska svolítið á youtube. Góð síða youtube. Þar inni er hægt að finna ýmislegt sem minnir á gamla tíma. Ég man nákvæmlega hvar ég var staddur þegar ég heyrði þetta lag fyrst. Setustofan á Útgarði í Alþýðuskólanum á Eiðum. Freddy Mercury var nýdáinn og minningartónleikarnir eftir hann í beinni útsendingu á gamla túbusjónvarpinu. Við lágum þarna strákahjörðin og grétum fallinn meistara.
Senuþjófur tónleikanna var þessi ágæta "þunga"rokk hljómsveit, Extreme, og lagið þeirra more than words. Ég legg til að þið ágætu lesendur leggið allt sem þið eruð að gera á hilluna og smellið á vídeóið.
Annars veltir maður því fyrir sér hvað hafi verið í gangi með allt þetta hár. Þeir minna svona einna helst á kórdrengi með kvenhár en við skulum ekki láta það þvælast fyrir okkur.
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2007 | 14:09
Glæsilegt Siv!
Daginn
Já, þá er komið fyrsta góða málið á þessu kjörtímabili sem þakka má Framsóknarflokknum. Þau eiga eftir að verða ófá næstu fjögur árin. Bíð spenntur eftir öllum nýju hjúkrunarrýmunum sem Siv samdi um en D og S reyndu að ræna í málefnasamningnum.
Áfram Siv!
Kveðja
Snæþór
Tannlæknar samþykktu samning við heilbrigðisráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 09:25
Árangur áfram Valgerður, ekkert stopp!
Daginn
Mér líst afar vel á Valgerði í sæti varaformanns. Hún hefur setið til hlés í baráttu Guðna / Sivjar / Hjálmars / Jónínu undanfarin ár. Hún hefur staðið sig gríðarlega vel sem ráðherra og ljóst að íslenskur iðnaður naut starfa hennar einstaklega.
Engin spurning að Valgerður frá Lómatjörn fær mitt atkvæði.
Kveðja
Snæþór
Valgerður boðar til blaðamannafundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 15:01
HROLLUR....!!!
Daginn
Maður fær netta ónotatilfinningu....
Kveðja
Snæþór
p.s. þessi færsla var valin málefnalegasta færsla dagsins af Félagi áhugamanna um uppvöxt hins íslenzka túnfífils.
Ný ríkisstjórn tekur við völdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 12:46
Ekkert að marka Imbu? Steinhissa............[hóst]
Daginn
Á flokksþingi fylkingarinnar í apríl s.l. sagði Solla hátt og snjallt:
"Mitt fyrsta verk í ríkisstjórn verður að taka Ísland af lista hinna staðföstu þjóða"
Ég var að lesa í gegnum stjórnarsáttmálann. Þar stendur:
"Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak og vill leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi. "
Hvað klikkaði Ingibjörg?
Kveðja
Snæþór
Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2007 | 12:36
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð
Daginn
Svona verður þetta.
Framsókn:
- Iðnaðar og viðskiptaráðherra - Jón Sigurðsson
- Samgönguráðherra - Guðni Ágústsson
- Utanríkisráðherra - Valgerður Sverrisdóttir
- Félagsmálaráðherra - Magnús Stefánsson
Íhaldið:
- Forsætisráðherra - Geir H. Haarde
- Fjármálaráðherra - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
- Heilbrigðisráðherra - Guðlaugur Þór Þórðarson
- Sjávarútvegsráðherra - Árni M. Mathiessen
- Landbúnaðarráðherra - Einar Kr. Guðfinnsson
- Dóms og kirkjumálaráðherra - Kristján Þór Júlíusson
- Umhverfisráðherra - Bjarni Benediktsson
- Menntamálaráðherra - Guðfinna Bjarnadóttir
Já góða fólk. Svona verður þetta. Við förum nú ekki að láta samfylkinguna taka kreditið af öllu því góða sem búið er að undirbúa og mun nást á næstu 4 árum. Hell no.
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.5.2007 | 12:30
Risessan er framsóknarkona!!
Daginn
Það er bara alveg borðliggjandi.
Risessan er:
- með mikla yfirsýn
- ófeimin að takast á við vandamálin.
- réttsýn.
- aðlaðandi og fylgin sér.
- svo margt margt annað, alveg eins og framsókn.
Heyrst hefur reyndar Frjálslyndi flokkurinn ætli að koma henni úr landi þar sem hún sé að taka störf frá innlendum risessum.
Einnig að samfylkingin sé að benda henni á að það sé ólöglegt að vinna yfirvinnu samkvæmt vinnutímalöggjöf evrópusambandsins og því eigi hún ekki að vinna í því að losa okkur við risann föður sinn eftir klukkan 16:30.
Ljótt að heyra.
Kveðja
Snæþór
Risessan lögð af stað í gönguför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 15:48
STOPP STOPP STOPP stefnan
Daginn
Gaman að því að forsjárhyggja VG skuli skína svona skært 3 dögum fyrir kosningar. Þetta þýðir semsagt að kjörtímabilið er ekki 4 ár á Íslandi heldur mun það verða 3 ár og 9 mánuðir. Ætli það verði þá ekki líka að banna alla samninga hjá ráðherrum fyrir sveitastjórnarkostningar? Þá eru komnir 6 mánuðir. Hvað með að banna samninga í einn mánuð fyrir hver jól?
Þetta, kæru kjósendur, er það sem þið fáið ef þið kjósið VG á kjördag. BÖNN OG BOÐ!!
Kveðja
Snæþór
Vilja banna ráðherrum að skrifa undir samninga 90 daga fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)