Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð

Daginn

 Svona verður þetta.

 Framsókn:

  • Iðnaðar og viðskiptaráðherra - Jón Sigurðsson
  • Samgönguráðherra - Guðni Ágústsson
  • Utanríkisráðherra - Valgerður Sverrisdóttir
  • Félagsmálaráðherra - Magnús Stefánsson

Íhaldið:

  • Forsætisráðherra - Geir H. Haarde
  • Fjármálaráðherra - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
  • Heilbrigðisráðherra - Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Sjávarútvegsráðherra - Árni M. Mathiessen
  • Landbúnaðarráðherra - Einar Kr. Guðfinnsson
  • Dóms og kirkjumálaráðherra - Kristján Þór Júlíusson
  • Umhverfisráðherra - Bjarni Benediktsson
  • Menntamálaráðherra - Guðfinna Bjarnadóttir

Já góða fólk.  Svona verður þetta.  Við förum nú ekki að láta samfylkinguna taka kreditið af öllu því góða sem búið er að undirbúa og mun nást á næstu 4 árum. Hell no.

Kveðja

Snæþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Hefur kaupfélagsstjórinn áreiðanlegar heimildir fyrir þessu?

Helgi Viðar Hilmarsson, 14.5.2007 kl. 12:49

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Svo sannarlega ekki, ég fór á engan bar um síðustu helgi og þá sérstaklega ekki neinn blaðamannabar.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 14.5.2007 kl. 12:51

3 identicon

Thid klarudud thetta,til hamimgju    Spurningin er hvort Framsokn ætti ekki ad halda ser i andstødu,hættan er su ad thid thurrkist ut eftir fjøgur ar til i stjorn med Sjaldstædisflokknum,thad skjedi med Althyduflokkinn a sinum tima og thad kjemur til med ad ske med ykkur lika. Thad er betra vera i andstødu og byggja upp flokkinn fram ad næstu kosningum.

Bara eitt rad fra pabba gamla

Halldor Juliusson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 13:12

4 identicon

Flokkur sem er með engann þingmann í höfuðborginni, um 11% atkvæða á landsvísu ætti ekki að stjórna þessu landi.  Svo er formaðurinn ekki einu sinni kosinn á þing.  Enga vitleysu...

Dóri (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:41

5 identicon

Á kosninganótt lýsti Jón Sig. að nú yrði hafin uppbygging upp frá grunni. Hins vegar skal ég viðurkenna að þá leit út fyrir að stjórnin væri fallin (áður en ég fór á Júróvisjónballið). Ég held að flokkurinn eigi að vinna út frá þeirri hugsun og byggja upp í stað þess að "bara halda áfram eins og ekkert hafi gerst". Það er að sjálfsögðu hægt að gera bæði í einu, byggja upp flokkinn og halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi. En myndi fólkið sem er ekki að starfa með flokknum þá sjá einhverjar breytingar?

Svo er það hitt sem beinist til þín Snæþór: Hvers vegna tapaði Framsókn svo miklu fylgi? Fyrir forvitnissakir langar mig að vita það, þó ég geri mér fullkomlega grein fyrir að það sé erfitt að svara því. Hins vegar hlítur flokkurinn að hafa gert einhverjar skoðanakannanir til að greina ástæður þessa fylgistaps í aðdraganda kosninganna.

Hannes

Hannes (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:23

6 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Það er enginn að tala um að halda áfram eins og ekkert hafi gerst.  Það hefur ansi margt gerst, því er ekki að neita.  Hinsvegar tel ég að með styrkri stjórn og aukinni lýðræðishugsun innan flokksins muni flokkurinn ná að lyfta sér aftur upp.

T.d. verður ríkisstjórn S og D afar langlíf ef af verður og því ekki spennandi að vera í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem flokkurinn verður líklega mjög sammála.  Allt annað væri upp á teningnum ef D og VG færu, þá yrði gósentíð í andstöðunni.

Hvers vegna flokkurinn tapaði fylgi? Ég held að stóri þátturinn sé meint spilling og innanfélagsátök.  Ekkert meira um það að segja.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 16.5.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband