Færsluflokkur: Bloggar
31.1.2009 | 10:40
Skynsemi Sigmundar og Framsóknar
Daginn
Ég fagna innilega þeirri ákvörðun Framsóknar að hafa ákveðið að taka sér lengri tíma í að fara yfir málefnasamninginn. Hér að neðan er smá dæmisaga, nú eða líking, af því sem gerðist í gær:
Segjum sem svo að þú sért að kaupa þér fasteign.:
- Þú færð afhentan kaupsamning kl. 14:00 og þér er sagt að þú eigir að skrifa undir strax vegna þess að það eigi að klára afsalið klukkan 18:00 fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni.
- Þú vilt nú helst kíkja aðeins á samninginn eðlilega þannig að þú blaðar í honum og sérð að það kemur hvergi fram hvernig greiðslur eigi að fara fram, það stendur ekki í honum hvaða hús þú varst að kaupa, það stendur ekki í honum að það séu útveggir á húsinu.
- Þú ert nú ekki alveg til í þetta og segir umboðsmönnunum þínum(les. færum hagfræðingum) að þú viljir taka þér svolítinn tíma til að fara yfir þetta skoða það með ráðgjöfum þínum.
Dæmið hér að ofan er nokkuð nákvæm lýsing á því sem gerðist í gær. Hefðir þú skrifað undir kaupsamninginn, sérstaklega þar sem hagur þjóðarinnar er í húfi?
Kv.
S.
Ósætti um aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2009 | 14:36
Voru 14.000 manns atvinnulausir 2006?
Geir... ekki meir.
Spurning að Geiri kallinn hafi samband við þessa 14.000 og segi þeim að þeir séu bara í svipaðri stöðu og 2006.
Gera of mikið úr vandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2009 | 13:20
Táragasi beitt gegn ungmennum!
Nei ekki í dag en hinsvegar er það rangt að síðasta skiptið sem táragasi var beitt hafi verið 1949 á Austurvelli og svo 1959 á Siglufirði.
Samkvæmt grúski sem tók mig 7 mínútur var táragasi síðast beitt um áramótin 1962-1963 í miðbænum. Ástæðan var sú að áramótagleði ungmenna fór stórkostlega illa úr böndunum í höfuðborginni sem endaði með þessum ósköpum.
Sjá nánar hér http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1747371 Flettið svo á 3. janúar 1963 og á baksíðuna (nr. 24)
Verð að segja að íslenskir fjölmiðlar og sagnfræðingar hafi staðið sig stórkostlega varðandi þetta mál. Svei þeim og húrra fyrir undirrituðum.
Kv.
Snæþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 11:09
Ríkisstjórnin fallin!
..jahh, hún er allavega komin með guluna ef við miðum við þetta myndskeið sem fylgir fréttinni.
Spurning hvort einhver kíki á hann Össur, hann virðist ekki vera alveg heilbrigður....
Ríkisstjórnin kynnt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2009 | 16:03
Guð minn góður, þau voru ekki að grínast..!
Haldið ykkur fast. Hrunið verður hraðara og verra en búist var við og skellurinn eftir því ofsafengnari.
Fátt meira um það að segja.
Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.1.2009 | 11:06
Ljóð dagsins - 3 Vorið
Vorið
Það var eins og vindurinn hefði farið í frí
Sólargeislar móðurinnar stráðu sér yfir andlit fólksins
Flóran vaknaði til lífsins og söngur fuglanna heyrðist úr suðri
Þá élaði, stórflyksur hvítfreðnar dundu af himnum ofan
Haustið skók sálartetur mannfólksins og hristi upp í sölnuðum laufum
Þetta var stutt sumar kvað við úr bæjarhólum.
Dauði.
Kv.
S
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2008 | 09:32
Ljóð dagsins 2 - Afmælisbarnið Solla
Til hamingju þú, þú lagðir okkur lið
við að leggja þjóðfélagið á hlið.
Þú upphefur sjálfið og treystir þér best
til að gera betur, en við flest.
Í dag þú fagnar þínum gebursdag
þér til heiðurs ég sem því lag.
Fjöldi áranna mér er þó hulinn
enda á hjartanu, löngu kulinn.
Já mín Solla, þú frystir mitt stolt
þitt jafnaðarhjarta virðist holt.
Að innan sem utan ég sé enga hlýju
ég þrái þú fáir ei umboð að nýju.
Með þér hafa jólasveinarnir þrifist
öll tólf, þið hafið rifist.
Björgvin og Árni og Davíð og Geir
já og Solla, ég vil ykkur ei meir!
En nú árið er liðið í aldanna rás
þið hnýtt hafið okkur á skuldanna bás.
Farið með góðu, farið með illu
og hættið að lifa í sjálfselsku villu.
S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2008 | 10:51
Ljóð dagsins 1 - Skeptíski puttaferðalangurinn
Þú komst inn í líf mitt, ég beið eftir þér
við veginn langan.
Þú bauðst mér far á glófextum fáki
ég fann nýbíla angan.
Mér leist ekki á þig, því auga þitt blikaði
mitt hjarta varð þvalt.
Mér varð þó úr ráði að þiggja þitt sæti
því úti var kalt.
En þú varst allt í lagi og ferðin var góð
við brunuðum saman.
En á endanum kom ég svo heim til þín amma
það var rosa gaman.
Góðar stundir.
S.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 10:00
Don John...moggi?
Misjafnir dómar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2008 | 12:43
Því miður er kjarkur stjórnarliða ekki mikill
Vantrauststillaga komin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)