Skynsemi Sigmundar og Framsóknar

Daginn

 Ég fagna innilega þeirri ákvörðun Framsóknar að hafa ákveðið að taka sér lengri tíma í að fara yfir málefnasamninginn. Hér að neðan er smá dæmisaga, nú eða líking, af því sem gerðist í gær:

Segjum sem svo að þú sért að kaupa þér fasteign.:

- Þú færð afhentan kaupsamning kl. 14:00 og þér er sagt að þú eigir að skrifa undir strax vegna þess að það eigi að klára afsalið klukkan 18:00 fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni.

- Þú vilt nú helst kíkja aðeins á samninginn eðlilega þannig að þú blaðar í honum og sérð að það kemur hvergi fram hvernig greiðslur eigi að fara fram, það stendur ekki í honum hvaða hús þú varst að kaupa, það stendur ekki í honum að það séu útveggir á húsinu.

- Þú ert nú ekki alveg til í þetta og segir umboðsmönnunum þínum(les. færum hagfræðingum) að þú viljir taka þér svolítinn tíma til að fara yfir þetta skoða það með ráðgjöfum þínum.

Dæmið hér að ofan er nokkuð nákvæm lýsing á því sem gerðist í gær. Hefðir þú skrifað undir kaupsamninginn, sérstaklega þar sem hagur þjóðarinnar er í húfi?

 Kv.

S.


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

hs (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:10

2 identicon

.

Held þetta sé ekki alveg svona slæmt. 

Það sem fór úrskeiðis var að leita til hagfræðinga sem eru á sömu frjálshyggjulínunni og Hannes Ho í það minnsta annar þeirra. 

Þegar nafn annars hagfræðingsins var nefnt sáu menn í hendi sér að nú myndi snuðra hlaupa á þráð.   Sem og varð. 

Gæti verið að valið á hagfræðingunum hafi verið verri kostur en það sem stóð í plagginu. Þeir eru ekki vísindamenn fyrir fimm aura, í besta falli geta þeir spáð alveg eins og ég og þú um veðrið. 

101 (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

101: getur ekki verið að rétt sé að fá öll sjónarmið áður en ákvörðun er tekin. Þessir hagfræðingar eru jú eingöngu til ráðgjafar, en endanlega ákvörðunin er tekin af þingflokknum og Sigmundi Davíð, sem er jú sjálfur doktor í hagfræði og er þar að auki vel hugsandi.

Gestur Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband