12.7.2009 | 07:30
Mogginn er forheimskur - aðildartillögu???
Daginn
Mogginn segir "Umræður um aðildartillögu að ESB héldu áfram á Alþingi í gær. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja líklegt að aðild verði samþykkt með því að nokkrir þingmenn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna."
Eru menn svona ótrúlega vitlausir á þessu blaði. Það er ekki verið að kjósa um aðild á þingi, það er verið að fjalla um þingsályktunartillögu um það hvort við eigum að fara í aðildarviðræður en samningurinn verði síðann settur fyrir þjóðina að kjósa um.
Dauðleiðist þessi pési nú orðið.
Hjáseta kann að ráða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blaðamenn þurfa ekki að hugsa sjálfstætt lengur, það er í raun ókostur, gæti bara ýft fjaðrir valdsmanna eða auglýsenda.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 08:46
Þetta er reyndar hárrétt hjá mogganum, það er verið að ákveða hvort þingið heimili ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Sjá þingskjal nr.38:
Axel Þór Kolbeinsson, 12.7.2009 kl. 12:07
Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."
Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.