Mogginn er forheimskur - aðildartillögu???

Daginn

 Mogginn segir "Umræður um aðildartillögu að ESB héldu áfram á Alþingi í gær. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja líklegt að aðild verði samþykkt með því að nokkrir þingmenn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna."

Eru menn svona ótrúlega vitlausir á þessu blaði. Það er ekki verið að kjósa um aðild á þingi, það er verið að fjalla um þingsályktunartillögu um það hvort við eigum að fara í aðildarviðræður en samningurinn verði síðann settur fyrir þjóðina að kjósa um.

Dauðleiðist þessi pési nú orðið.


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blaðamenn þurfa ekki að hugsa sjálfstætt lengur, það er í raun ókostur, gæti bara ýft fjaðrir valdsmanna eða auglýsenda.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þetta er reyndar hárrétt hjá mogganum, það er verið að ákveða hvort þingið heimili ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Sjá þingskjal nr.38:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.7.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Páll Blöndal

Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband