Ögmundur ýtir undir verðbólgu

Það var auðvitað að forsjárhyggju og skattpíningar reykurinn sem ég var búinn að sjá í fjarska yrði að báli. Nú ætlar VG að ýta undir verðbólguna okkar með því að hækka verð á hvítum sykri. Þannig að sú staðreynd að mörgum íslendingum þykir gott að fá sér kók og prins póló mun hafa þær afleiðingar vegna Ögmundar og hans forsjárhyggjuliða að lán allra Íslendinga sem tengjast neysluverðsvísitölunni muni hækka. Auk þess munu iðgjöldin af tryggingunum okkar hækka líka þar sem þau tengjast neysluverðsvísitölunni.

Hvort ætli sé dýrara þegar allt dæmið er skoðað að auka fjárframlög til tannverndar barna eða að hækka lánin okkar og tryggingar með skattpíningu á hvítum sykri?


mbl.is Sykrað gos skattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"að auka fjárframlög til tannverndar barna."

Það er eins og þið Framsóknarmenn haldið að peningarnir komi af himnum ofan.

Er ekki rétt að þeir sem láta þennan óþverra oní viti af því að kostnaðurinn við afleiðingarnar sé innifalinn í verðinu?

Mætti skoða á fleiri sviðum. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Jón, það er eins og þið vinstri menn skiljið ekki heildar myndina.

 Hvað ætli það muni kosta þjóðfélagið í heildina ef verðbólga hækkar um segjum 0,1% vegna þessara aðgerða?

 Ég skal segja þér það, það mun kosta okkur mörg hundruð milljónir ef það nær ekki upp í milljarða.

Hvað heldurðu svo að það kosti þjóðfélagið að bæta tannlæknaþjónustu við börn?

Ég skýt á 50-100 milljónir króna.

Þetta mætti ekki skoða á fleiri sviðum.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 14.5.2009 kl. 18:56

3 identicon

Heyr heyr Snæþór

Egill (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 19:25

4 identicon

Ég er ekki alveg nógur ferskur í útreikningum á neysluvísitölunni en er það samt ekki þannig að ef t.d. verðteygni sykraðra drykkja er -1 þá mun þessi hækkun ekki hafa áhrif á vísitöluna?

Arnþór (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 19:40

5 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Arnþór, frábær spurning. Ég er reyndar mjög viss um að verðteygni sykraðra drykkja gerir það að verkum að kókflaskan þyrfti að kosta meira 1000 kall áður en fólk hætti að kaupa hana.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 14.5.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband