Velferðarbrúin yfir Kwai fljótið

Daginn

 Það datt inn um lúguna hjá mér pési frá Samfylkingunni í gær þar sem megin áherslan var lögð á nýjasta frasa þessa flokks, Velferðarbrúnna. Mér skylst að Samfylkingin eigi Íslandsmet í frösum og að sama skapi Íslandsmet í að standa ekki við frasana sína. Gott dæmi um það er hinn stórkostlegi frasi "umræðustjórnmál" sem tröllreið öllu hér fyrir ekki svo löngu...en virðist gleymt í dag.

 Velferðarbrúin byggir aðallega tvennu, í það minnsta eru tveir fyrstu punktarnir, tveir fyrstu brúarstólparnir þessir tveir sem ég ætla að fjalla um hér.

1. Hækkun vaxtabóta um 25%. Þessi ágæta hugmynd, sem er reyndar ekki enn komin í framkvæmd í þinginu vegna þeirrar pattstöðu sem þar, er mun geta skilað hjónum allt að 170.000 krónum hærri vaxtabótum en þau myndu ella fá. Þetta gera þá ca. 7.000 kr. á hvort þeirra á mánuði á ársbasis. Þetta er gott mál, ekkert stórfenglegt en gott mál engu að síður.

2. Útgreiðsla séreignarlífeyrissparnaðar er liður númer tvö. Fólki er þar leyft (þetta er reyndar komið í framkvæmd) að taka út eina milljón af sparnaðinum sínum sem greiðist út á 9 mánuðum. Hjón geta því tekið út 2 millur. Af þessum tveimur milljónum fara ca. 740 þúsund krónur í opinber gjöld. Að sama skapi munu þeir sem taka þetta út núna að sjálfsögðu ekki geta tekið þessa fjármuni út við 60/65 ára aldur og þar með skerðast lífsgæði þeirra á efri árum.

Nettó greiðsla ríkissjóðs er því 740þús. mínus 170þús. sem gera 570þúsund krónur. Þannig að um leið og ríkið er svo gott að gefa okkur 170þúsund kallinn þá taka þau af okkur 740þúsund. Nú er farið að hrikta í velferðarbrúnni.

Að auki við þetta verður að segjast að velferðarbrúin sé kannski helst til stutt. Útgreiðsla séreignalífeyrissparnaðarins er til 9 mánaða. Eftir þann tíma er hann uppurinn og verð ég að segja að Samfylkingin telur greinilega að kreppan verði annsi skammvinn. Að sama skapi virðist þessi blessaða velferðarbrú vera byggð, svolítið eins og brúin yfir Kwai fljótið, með vinnuafli og fjármagni þeirra sem taka munu út séreignalífeyrissparnaðinn sinn. Þegar japanir byggðu téða brú í seinni heimsstyrjöldinni þá fórnuðu þeir þúsundum mannslífa. Hér virðist samfylkingin vera að feta sömu leið, þ.e. að blessuð brúin, blessuð níu mánaða brúin yfir stóru gjánna virðist vera byggð fyrir fyrirframinnheimtar skatttekjur af séreignalífeyrissaparnaðinum okkar og þar sem hún er svo stutt þá nær hún ekki yfir gjánna og þar með, án nokkurs vafa, ekkert nema stökkpallur svo við getum tekið enn glæsilegri dýfu, lóðbeint, í gjaldþrot.

Allar aðrar hugmyndir í velferðarbrúnni snúa að heimilum sem eru farin í gjaldþrot þannig að fyrir mér snúast þær engan vegin um velferð heldur sjálfsögð mannréttindi. Auk þess eru þarna hugmyndir um lengingu lána og greiðslujöfnun sem hljóma voða vel í dag en munu hinsvegar skella á þeim sem nota þau úrræði af óhemju þunga innan fárra ára. Fyrir það fólk liggur velferðarbrúin til fyrirheitna lands samfylkingarinnar sem heitir á íslensku "land hins óyfirstíganlega skuldaklafa fram á elliár".

Ergo, fallegt orð, rétt fyrir kosningar, orð án ábyrgðar, án framsýni, orð til að halda samfylkingunni við kjötkatlana, orð án innihalds.

 Snæþór


mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband