27.3.2009 | 19:35
Meðvirkni opinberra stofnana
Kvöldið
Það er með hreinum ólíkindum að Seðlabankinn skuli setja þetta dæmi upp með þessum hætti. Að Jóhanna skuli geta pantað sér þær skýrslur út úr Seðlabankanum sem henni langar í. Hvers vegna reiknaði bankinn ekki út hversu margir færu á húrrandi hausinn ef niðurfelling kæmi ekki til og svo í framhaldinu hvað það myndi kosta mikið? Það er búið að marg sýna fram á að þessi leið kostar okkur ekki svo mikið sem krónu þegar allt kemur til alls. Þ.e. að heildar ávinningurinn er svo margfalt meiri af þessari aðferð heldur en að láta allt fara í kaldakol.
Ég nenni engan veginn að fara út í allar útskýringarnar hér en svona til að fara yfir þær helstu þá eru þær ca. svona:
- Búið eða verið er að afskrifa allt að 50% húsnæðisskulda við flutning þeirra frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Þar skapast svigrúm til að láta lántakendur njóta hluta þeirrar niðurfellingar og með því að minnka líkurnar á því að heimilin fari á höfuðið. Í þessu felst ekki kostnaður fyrir bankana eða ríkið, nei, í þessu felst fremur aukinn möguleiki á því að innheimta skuldirnar.
- Þeir aðilar sem ekki þurfa á niðurfellingunni að halda, en fá hana samt vegna þess að hér er um flatan niðurskurð að ræða munu verða samfélaginu gríðarlega mikilvægir því aukið svigrúm þeirra til að kaupa vöru og þjónustu munu hjálpa fyrirtækjum og þar með launþegum að standa betur að vígi gegn aðstæðunum.
Hvers vegna er seðlabankinn ekki að koma með lausnir? Hvers vegna er þessi dásemdar ríkisstjórn ekki að koma með lausnir? Hvernig vogar þetta fólk sér, Jóhanna og Steingrímur J, að halda því fram að þau séu að gera góða hluti? Hvernig stendur á því að þessi ríkisstjórn sem stofnað var til með því loforði að hún væri til þess að slá skjaldborg utan um heimilin stendur ekki við stóru orðin. Ef einhver reynir að kommenta við þessa færslu og halda því fram að ríkisstjórnin sé búin að gera eitthvað okkur í hag þá má sá hinn sami eiga sig. Að hvaða leiti hefur brottvikning Davíðs hjálpað okkur? Gengið er aftur byrjað að falla, stýrivextir lækkuðu um brot af því sem búist var við! Hvernig hefur það hjálpað heimilum í landinu að setja lög um greiðsluaðlögun? Jú, það hjálpar þeim sem eru orðnir gjaldþrota en ekki þeim eru ekki komnir alveg alla leið í þrot sem er gríðarlegur meirihluti, það er ekki skjaldborg um heimilin að hjálpa þeim sem eru orðnir gjaldþrota. Já og svo mun einhver segja að hækkun á vaxtabótum sé skjaldborgin margumrædda...já Ó NEI, hverjum munar það heimilin á ársbasis þó að vaxtabætur hækki úr 240þús upp í 380þús? Á 140þúsund kall að bjarga heimilunum? Já og ef þið eigið við að okkur hafi verið leyft að taka út milljónkall af viðbótarlífeyrissparniðum okkar....OKKAR þá er það ekki heldur þessi blessaða skjaldborg ríkisstjórnarinnar um heimilin, ó nei, um 37% af milljóninni ganga jú beinustu leið til ríkissins í formi skatta og þá standa eftir einhverjar 630þúsund krónur...sem koma úr okkar vasa!
Ég fullyrði að þessi ríkisstjórn er einhver svikulasta ríkisstjórn sem sest hefur hér að völdum, þau vissu að þau hefðu 2-3 mánuði til að standa við stóru orðin...og þau sviku það!
Þetta er orðinn langur pistill en ég bara verð að sýna fram á nokkur dæmi um það hvað þessari ríkisstjórn fannst mikilvægara en að slá skjaldborg um heimilin, hér eru nokkur þingmál sem hafa verið til umræðu í þinginu í stað þess að bjarga heimilunum: (ekki sett í neinni sérstakri röð)
Frumvarp vegna:
Grunnskólar (samræmd könnunarpróf)
Náms- og starfsráðgjafar (heildarlög, EES-reglur)
Tóbaksvarnir (EES-reglur, varúðarmerking og auglýsingar)
Listamannalaun (heildarlög)
Rannsóknarstofnun um utanríkis- og öryggismál
Greiðslur til líffæragjafa
Lyfjalög (gildistaka greinar um smásölu)
Aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum
Áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa
Aðgengi í gömlu íbúðarhúsnæði
Lög um náttúruvernd
Raforkulög
Breytingar á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits vegna raforkuvirkja o.s.frv.
Grunnskólalög
Iðnaðarmálagjald
Lög um loftferðir
Uppbygging og rekstur fráveitna
Að auki við allt þetta fjandans rugl er á dagskrá að banna vændi, setja lög um að hér sé bannað að koma með kjarnorkuvop (sem n.b. eiga að taka gildi um sumarið 2010) og margt fleira.
Allt eru þetta hin ágætustu lagasetningar en COME ON!!! Standiði við stóru orðin!
Kv.
Nett brjálaður!
Niðurfelling skulda óhagkvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi 20% skuldaniðurfelling er einhver alvitlausasta hugmynd af mörgum arfavitlausum sem frá Framsókn hafa komið. Hvers eiga skuldlausir að gjalda? Eða skuldlitlir sem ekki tóku þátt í hrunadansi gengistryggðra lána? ALLIR með týru í kollinum og minnugir óðaverðbólgu (nú eða sögufróðir) ÁTTU að vita að þessi lán voru glapræði.
Skoðun Seðlabankans á þessum hugmyndum er enn ein staðfesting á algerri vanhæfni Framsóknarmanna.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 19:55
Bíddu nú við Baldur ég held að þú sért að misskilja þessa tillögu, þetta hefur ekkert með það að gera að allir fái sama pakka , þetta er ekki tillaga sem kæmi fram ef ekki væri neyðarástand hérna.
Skuldlausir eru ekki í vandræðum á við þá sem skulda en þessi tillaga gengur út á það að gera eitthvað STRAX við ástandinu
Ég ætla ekki að leggja dóm á hvort annað sé gáfulegra en eitt veit ég að ef á að meta hvert dæmi fyrir sig og láta alla ganga í gegn um greiðslumat hvort viðkomandi eigi skilið að fá aðstoð eða ekki þá tæki það 3 ár eða svo að fara í gegn um búnkann sérðu fyrir þér biðraðirnar
Loka punkturinn er þessi það er verið að varpa því upp hvort þetta sé ekki ódýrara heldur en að láta fyrirtæki og heimili fara á hausinn hérna hvorki þú né seðlabankinn reikna það með í þessari pælingu
p.s
Var ekki búið að gefa það út að Seðlabankinn ætti að vera hlutlaus og ekki undir politískum áhrifum ?
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 20:51
Baldur.. þú sýnir þarna af þér eina verstu hlið mannlegrar hegðunar. Öfund. "Já en þeir sem skulda mest eru að fá meira niðurfellt en við hin". Baldur, hvað með það? Hvernig kemur það sér illa fyrir þig að fjölskylda sem skuldsetti sig og bjóst engan vegin við því að bankakerfi heimsins myndi hrynja og er nú á heljarþröm fái sama hlutfall og hinir niðurfellt? Hvernig kemur það sér illa fyrir þig að börnin í þeirri fjölskyldu muni hugsanlega ekki þurfa að svelta?
Þeir sem skuldsettu sig mikið, t.d. vegna þess að fasteignamarkaðurinn bauð ekki upp á annað, hafa lent í jafn mikilli hlutfallshækkun lána sinna og þeir sem ekki þurftu að skuldsetja sig.
Það sem þú Baldur ert að ýja að eins og svo margir aðrir öfundarsinnar er að þeir sem tóku hærri lán (hugsanlega vegna þess að þeir höfðu ekki val) eigi bara að gjalda þess og fara á hausinn! Ertu að hlusta á sjálfan þig? Lánin mín hækkuðu um 20% á ríflega síðustu 12 mánuðum, krónutalan á bak við þá hækkun er ekkert sérlega há en ég hafði ekkert með það að gera að bankakerfi heimsins hrundi. Hvað með þá sem tóku 30-40 milljóna króna lán fyrir fasteign? Þeira lán hafa hækkað um 6-8 milljónir vegna þessara 20% og það breytir mig engu þó að þeir fái þetta niðurfellt. Ég tapa ekki krónu á því og ég gleðst innilega ef þetta gæti orðið til þess að þessi fjölskylda fer ekki í þrot, að börnin í fjölskyldunni muni ekki þurfa að líða skort.
Í guðs bænum, hættum þessari öfund. Við erum Íslendingar, við eigum að standa saman og ef fram koma lausnir til þess að hjálpa ótrúlega stórum hluta þjóðarinnar frá þroti og þrautum þá ber okkur að fagna þeim í stað þess að hugsa bara um eigin hag.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 28.3.2009 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.