24.2.2009 | 16:12
Jóhanna lóðbeint á hausinn!
Hvurslags er þetta eiginlega Jóhanna? Hvern kostar þetta 500 milljarða?
Ef við lækkum íbúðarlán um 20% áður en við flytjum þau til íbúðarlánasjóðs þá hefur þetta hreint út sagt engin áhrif á íbúðarlánasjóð. Íbúðarlánasjóður kaupir lánin semsagt af bönkunum með 20% afslætti, þ.e. við bökkum með verðtrygginguna um rúmt eitt ár. Það ætti nú ekki að hafa stór áhrif á bankana þar sem að þær skuldir sem þeir hafa á bakinu vegna þessara íbúðarlána eru nú tæpast verðtryggð heldur einungis gengistryggð. Þar að auki má gera ráð fyrir eins og fram hefur komið að lánadrottnar bankanna eru farnir að afskrifa skuldir og ég held þeir yrðu nú bara fjári fegnir því ef bankarnir gætu borgað, út í hönd, 80% af lánunum.
Jóhanna, Steingrímur og kó... skoðið dæmið betur, sýnið skynsemi og hlustið á okkur framsóknarmenn :-D
Setur Íbúðalánasjóð á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsóknarmenn eru greinilega grænir í peningamálum.
Ef lánin eru lækkuð um 20% áður en þau eru keypt yfir í Íbúðalánasjóð þá fara bankarnir á hausinn og ríkissjóður þarf að borga þá upphæð inn í bankana. Skv. tillögum flokksins átti líka að lækka skuldir einstaklina við Íbúðalánasjóð og þá vantar Íbúðalánasjóð fé til að standa greiðslur af sínum lánum við lífeyrisjóði og aðra. Þetta dæmi gengur einfaldlega ekki upp.
Pétur (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:22
Nei því miður er þetta ekki svona einfalt. Því miður!
ASE (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:31
Ég get rétt ímyndað mér Pétur að lánadrottnar bankanna okkar myndu stökkva fegins hendi á það ef þeir myndu fá 80% af lánum sínum til bankanna greidd.
Að sama skapi eru lán íbúðarlánasjóðs til einstaklinga verðtryggð. Hinsvegar eru skuldir bankans að miklu leiti í erlendri mynt þannig að þó svo að lánin yrðu færð niður um 20% þá ætti það ekki, til langs tíma, að hafa neikvæð áhrif á íbúðarlánasjóð því að hann væri einfaldlega að skera eitt ár af verðtryggingunni. Með sömu rökum mætti segja Pétur að íbúðarlánasjóður væri farinn á hausinn ef verðbólgan væri ekki búin að vera 20% þetta síðasta árið...og þú veist jafn vel og ég að svo er ekki.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 24.2.2009 kl. 16:37
ÍBLS er að leysa til sín heimili landsmanna, vegna þess að fólk hefur ekki efni á að greiða af lánunum sem hafa hækkað um 30% á ári. Það eru engir til þess að kaupa þessar eignir, þar að lútndi fær ÍBLS engar greiðslur og ÍBLS þarf að greiða af lánum fegnum hjá lífeyrissjóðunum (fólkið í landinu) Samt kemur það ekki til greina hjá Jóhönnu að gera neitt til þess að bjargag heimilunum. Jóhanna hugsar aðeins um þá sem eru búnir að missa eignirnar sínar nú þegar.
hg
Ingvar, 24.2.2009 kl. 17:24
Þetta er ekki spurning um hvort við höfum efni á þessu. Þetta er spurning um hvernig við finnum lausn þar sem almenningur í landinu heldur áfram að borga. Ef við gerumst hústökufólk í eigin húsi og hættum að greiða reikningana er hætt við að reikningurinn verði enn hærri. Þetta er einfaldlega hógvær sáttartillaga milli fólksins í landinu og þess nýja ríkisvædda fjármálakerfi sem er að fara í gang. Ef almenningur virðir ekki skuldaviðurkenningarnar eru þær hvort hið er lítils virði.
Héðinn Björnsson, 24.2.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.