30.1.2009 | 13:20
Táragasi beitt gegn ungmennum!
Nei ekki í dag en hinsvegar er það rangt að síðasta skiptið sem táragasi var beitt hafi verið 1949 á Austurvelli og svo 1959 á Siglufirði.
Samkvæmt grúski sem tók mig 7 mínútur var táragasi síðast beitt um áramótin 1962-1963 í miðbænum. Ástæðan var sú að áramótagleði ungmenna fór stórkostlega illa úr böndunum í höfuðborginni sem endaði með þessum ósköpum.
Sjá nánar hér http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1747371 Flettið svo á 3. janúar 1963 og á baksíðuna (nr. 24)
Verð að segja að íslenskir fjölmiðlar og sagnfræðingar hafi staðið sig stórkostlega varðandi þetta mál. Svei þeim og húrra fyrir undirrituðum.
Kv.
Snæþór
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.