27.1.2009 | 16:03
Guð minn góður, þau voru ekki að grínast..!
Haldið ykkur fast. Hrunið verður hraðara og verra en búist var við og skellurinn eftir því ofsafengnari.
Fátt meira um það að segja.
Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta komu mótmælendurnir áleiðis..til hamingju þeir
Tjásan (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:30
En það er svo langt síðan Geir sagði að botninum væri náð.
Magnús Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 16:34
Ég á nú eftir að sjá að þetta lán frá IMF verði okkur til einhverrar blessunar. Þessi óhræsis Alþjóðagjaldeyrissjóður hefur yfirleitt sett þau lönd á hausinn með tilþrifum, þar sem þeir hafa haft einhver afskipti. Þar sem þeir eru einungis handbendi amerískra risafyrirtækja, þá tryggja þeir þeim alltaf forgang að brunarústunum sem eftir standa og þau fyrirtæki maka svo krókinn í kjölfarið, á kostnað heimamanna.
Ég hef engan áhuga á að halda áfram að borga þessa okurvexti sem þeir þvinguðu inn á okkur, hef ekki nokkur efni á því frekar en aðrir venjulegir launamenn.
Tómas Þráinsson, 27.1.2009 kl. 16:36
Snæþór, við þurfum að fara að hugsa um aðra en sjálfan okkur, við þetta mun evran sjálfsagt fara í 350 krónur sem er mjög gott fyrir Evrusvæðið þar sem þá geta þeir keypt ódýran fisk.
Ari Páll (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:40
Það var ástæða fyrir því að þetta lán varð að taka. Verði VG með eitthvað múður, og láninu hafnað, getum við drifið okkur eitthvað út fyrir landsteinana. Það er ljóst. Hér verður ekki búandi.
Freyr (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.