Ljóð dagsins 2 - Afmælisbarnið Solla

Til hamingju þú, þú lagðir okkur lið

við að leggja þjóðfélagið á hlið.

Þú upphefur sjálfið og treystir þér best

til að gera betur, en við flest.

 

Í dag þú fagnar þínum gebursdag

þér til heiðurs ég sem því lag.

Fjöldi áranna mér er þó hulinn

enda á hjartanu, löngu kulinn.

 

Já mín Solla, þú frystir mitt stolt

þitt jafnaðarhjarta virðist holt.

Að innan sem utan ég sé enga hlýju

ég þrái þú fáir ei umboð að nýju.

 

Með þér hafa jólasveinarnir þrifist

öll tólf, þið hafið rifist.

Björgvin og Árni og Davíð og Geir

já og Solla, ég vil ykkur ei meir!

 

En nú árið er liðið í aldanna rás

þið hnýtt hafið okkur á skuldanna bás.

Farið með góðu, farið með illu

og hættið að lifa í sjálfselsku villu.

 

S.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband