30.12.2008 | 10:51
Ljóð dagsins 1 - Skeptíski puttaferðalangurinn
Þú komst inn í líf mitt, ég beið eftir þér
við veginn langan.
Þú bauðst mér far á glófextum fáki
ég fann nýbíla angan.
Mér leist ekki á þig, því auga þitt blikaði
mitt hjarta varð þvalt.
Mér varð þó úr ráði að þiggja þitt sæti
því úti var kalt.
En þú varst allt í lagi og ferðin var góð
við brunuðum saman.
En á endanum kom ég svo heim til þín amma
það var rosa gaman.
Góðar stundir.
S.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.