21.11.2008 | 12:43
Því miður er kjarkur stjórnarliða ekki mikill
Því miður er flokksaginn það mikill ennþá að þetta verður ekki samþykkt. Hinsvegar er það álitamál hvort ekki eigi að hafa kjör sem þetta nafnlaust... þá myndi tilllagan fljúga í gegn!
Vantrauststillaga komin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kjarkur?? Hah!
Það væri þá aldeilis „kjarkurinn“ að hlaupast frá borði um leið og gefur á bátinn. Til hvers erum við að kjósa þetta pakk, ef ekki til að standa í lappirnar og bregðast við áföllum þegar þau ríða yfir.
Þær voru glannalegar yfirlýsingar Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar um að nú ætlaði flokkurinn að sækjast eftir „ábyrgð“. Þá heyrðust íhaldsraddir hvísla að ekki væri mikið á bak við það tal: Kratar myndu hlaupast undan merkjum um leið og færi gæfist.
Nú virðist vera að koma á daginn: Vei okkur sem héldum að mark væri á yfirlýsingunum takandi.
Aaaaakkúrat það sem okkur vantar núna: Stjórnarkreppu ofan í fjármálakreppu.
Helvítis.
HH (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:50
Nafnlaust??
afhverju ætti það að vera? Samfylkingarfólk hlítur að geta staðið við sín orð. Annars er nú bara betra fyrir þau að sleppa því almennt að tala.
Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:19
Björgvin og Þórunn hafa leikið af sér. Nú þurfa þau væntanlega að kjosa með vantrausti á eigin ríkisstjórn ef þau eiga að vera að vera sjálfum sér samkvæm. Greinilega alveg farin á taugum. Afar slakt hjá þeim að ætla að gefast upp þegar loks reynir á stjórnina, hún lendir í mótvindi, vissulega miklu fárviðri en við slíkar aðstæður sýnir fólk hvað í það er spunnið. Getur þetta fólk bara starfað í meðbyr? Á slíku fólki þarf íslensk þjóð ekki að halda. Þau tvö ættu bara að segja af sér hið snarasta og fá inn nýtt fólk úr þingflokknum, nóg að hæfileikaríku fólki þar sem raunar hentar mikið betur í ráðherrastóla þeirra en þau sjálf.
Það var fagnaðarefni hve Ingibjörg Sólrún talaði skýrt í morgun þó að eitthvað hafi viusslega vantað upp á að hún hafi iðkað boðaða samræðupólitík sína gagnvart samráðherrunum.
gaius (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.