9.10.2008 | 12:39
Enn sýna moggabloggarar hvað þeir eru heimskir
Að lesa bloggin hér við þessa frétt er stórkostleg sýning á heimsku fólks. Það að framsóknarflokkurinn sé að leggja fram þetta frumvarp er semsagt glórulaust vegna þess að á liðnum árum hefur flokkurinn tekið sjálfur þátt í því að ráða eftir pólitískum línum.
Auðvitað hefur hann gert það, það er enginn að reyna að fela það, það er enginn að reyna að sýna fram á að svo sé ekki. Er það semsagt þannig að þeir flokkar sem á einhverjum tímapunkti eða tímabili framkvæmt einhvern gjörning geta ekki snúið við blaðinu? Er það ekki svo að öllu okkar samfélagi hefur verið snúið á hvolf og núna er verið að reyna að stokka upp og koma okkar á réttan kjöl? Er það ekki hið allra besta mál að flokkar sjái að sér og leggi til breytingar. Mér finnst það allavega hið besta mál.
Þetta frumvarp er hið besta mál og ég get ekki ímyndað mér annað en að allir flokkar styðji það og komi því nokkuð hratt í gegnum þingið.
Ég legg svo til að þeir sem ekkert geta sagt jákvætt og njóta sín best í niðurrifi grjóthaldi kjafti næstu árhundruðin. Við þurfum jákvæðni, við þurfum samstöðu, við þurfum hvort annað, sama hvort við erum framsóknarmenn, vinstri grænir eða hvað þá annað.
Áfram við, áfram Ísland!
Snæþór S. Halldórsson
Faglegan Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel skrifað, ég er hjartanlega sammála þér með þetta.
Ég styð þessa tillögu frá Framsókn, þótt hún komi vissulega of seint en seint er betra en aldrei og kannski mun þetta gagnast Íslandi í framtíðinni.
Ég bæti því við að ég er ekki hrifinn af því að ráða fólk eftir pólitískum línum, td. er seðlabankastjóri með gráðu í lögfræði, er það rétta menntunin í þetta? Gildir reynslan meira?
Skafti (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 13:15
Þú ert moggabloggari.
! (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:40
Það er hverjum degi ljósara!!
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 9.10.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.