19.8.2008 | 22:57
Marsibil... hvað er málið?
Kvöldið
Við hérna í Kaupfélaginu erum búin að vera að velta þessu fyrir okkur með hana Marsibil. Nú er hún hætt í flokknum og situr sem óháður varaborgarfulltrúi (hversu fáránlega sem það kann að hljóma), reyndar hafa þau Dagur setið á kaffihúsum til að ræða það hvernig hún komist inn í Samfylkinguna með góðu móti. Ég er búinn að lesa yfirlýsinguna frá henni þar sem hún segist ekki styðja þennan meirihluta S+B útgáfa 2 en í yfirlýsingunni kemur í raun hvergi fram hvers vegna það sé. Nú er það þannig að málefnasamningur nýja meirihlutans er sá sami og var þegar Björn Ingi var og hét og þá fannst Marsibil allt í lagi að sitja sem vara-vara borgarfulltrúi og þá án efa í nokkrum nefndum og ráðum borgarinnar og vinna að þeim samningi. Þess ber að geta að sá meirihluti náði ótrúlega góðum árangri þegar kemur að því að standa við loforðin góðu.
Þess vegna spyr ég og þrái að fá að vita.... hvað hefur breyst? Eða gæti kannski hugsast að fyrrverandi starfsmaður og félagsmaður flokksins hafi stýrt Marsibil út í þessa vitleysu? Það væri þá ekki eina vitleysan sem sá aðili hefur gert á ævinni og ferlinum.
Kv.
Kaupfélagsstjórinn
Athugasemdir
Það að sjálfstæðisflokkurinn hafi spilað rassinn úr buxunum finnast mér skrítin rök til að segja sig úr Framsóknarflokknum.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 20.8.2008 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.