Íhaldið með tár á hvarmi..bú..hú

Kvöldið

 Já mikið fjandi er langt síðan síðast, löngu kominn tími á smá bombu og læt ég hana hér fylgja.

Sjaldan hef ég séð jafn mörg íhaldstár á kvörmum og í sjónvarpsviðtölum kvöldsins. Ég er ekki frá því að Gísli Marteinn og félagar hafi jafnvel séð soldið eftir öllu saman þegar þau grétu með höfuð á öxlum hvers annars og hrópað why...WHY!?

Spyrjum okkur aðeins að því hvað það var sem gerðist, jú REI og GGE sameinast. Það eru allir sáttir við það, eðlilegt framhald og allt í jolly gúddí. Helst var þetta þó látið gerast of hratt og gamli góði Villi gleymdi að spyrja hina sjallana hvort þetta væri allt í lagi.

Ekki fannst Gísla og félögum það nú og þau nett trylltust (í millitíðinni trylltist Svandís Svavars í Kastljósi og kallaði menn ýmsum nöfnum sem hún kallaði menn samt ekki og fannst gamla góða Villa það mjög leitt að hann hefði haft eftir henni það sem hún sagði en þar sem hún sagðist ekki hafa sagt það þá hefði hún víst ekki sagt það...). Nú, Gísli og félagar ákváðu að nú væri nóg komið, gamli góði Villi væri orðinn gaga og því tímabært að fara að klaga hann í Geir. Þangað stormuðu því sex litlir sjallar og komu til baka með mótaða hugmynd um að þessi sameining væri fín en það yrði að selja fyrirtækið strax og eigi síðar en á næstu 2-3 mánuðum. Hanna Birna sagði svo skemmtilega frá þessu í kvöld, tilvitnun hefst "Það hefði ekki verið nokkur vandi að leysa þetta mál, bara ef hann (Björn Ingi) hefði samþykkt sjónarmið okkar og tekið tillit til þess"

Jáhá, þetta var semsagt ekkert mál ef bara Björn Ingi buktaði sig fyrir íhaldinu og kyngdi þeirra skoðun, þá bara hefði verið hægt að halda áfram að gefa frítt í strætó og kveikja á friðarljósum (Villi, muna bara að líma kolluna betur næst þegar er svona mikið rok, BYKO selur líka ágætis double tape). En er það ekki einmitt þetta sem við framsóknarmenn höfum alltaf verið gagnrýndir fyrir? Það að við buktum okkur fyrir Íhaldinu, ég veit reyndar ekki til þess að slíkt hafi gerst en hinir bloggararnir voru voða duglegir að hamra á því í tíð síðustu ríkisstjórnar. Nei, ég styð þig Björn Ingi í því sem þú gerðir, þú lést þetta lið sem var sorry yfir því að fá ekki að stjórna gamla góða Villa eins og tuskudúkku finna til tevatnsins.

Það er samt einn stór mínus í þessu öllu. Já, ég er hræddur um að þetta þýði að núna strax næsta laugardag verði Gísli Marteinn (nú hálf-atvinnulaus) aftur mættur á skjáinn að hrella eldri borgara þessa stórgóða lands.

Lifi framsókn.

Kveðja

Snæþór

p.s. ég tek það fram að Þorbjörg Helga er ljómandi fín og hef ég ekkert út á hana að segja enda er hún fyrrv. kennari minn og gaf mér fína einkunn fyrir BS. verkefnið. Go Tobba.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Honum var hafnað í síðustu kosningum (rétt rúmlega 4000 atkvæði) en samt getur hann sprengt meirihlutann - hvað er það?  Hvernig getur svona gerst?  Þetta heitir allavega ekki lýðræði, frekar nauðgun á lýðræði.

 Ekki það að ég sé stuðningsmaður gamla góða Villa, alls ekki, það er bara gjörsamlega út í hött svona ruslapoki hafi vald til að slíta samstarfinu...

Út í hött.

Það lítur enginn vel út í þessu máli...

Dóri (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 11:17

2 identicon

Já en bíðum við Dóri minn. Flokkurinn fékk þessi 4000 þús atkvæði eða svo, þau duga fyrir einn mann, þýðir það þá ekki að hann megi nýta sitt atkvæði innan borgarstjórnar á þann veg sem hann kýs? Þurfa borgarfulltrúar íhaldsins að spyrja kjósendur vg, fylkingarinnar og f lista hvernig þeir ætla að nýta sín atkvæði?

Hverskonar lýðræði væri það ef aðili að samstarfi, hefði ekki vald til að slíta því?

Snæþór (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 16:03

3 identicon

Ha, ha, ha.  Endar svo pistilinn með því að bugta þig sjálfur fyrir íhaldinu...

Heiðar (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband