Idi Amin?

Daginn

 Þetta eru vondar fréttir fyrir íbúa Simbabwe. Lýðræðið á greinilega ekki upp á pallborðið hjá Mugabe og sýnist mér að hann sé að taka sér stöðu við hlið Idi Amin, Mao, Adolf Hitler, Josef Stalin og Pol Pot sem einn af verstu einræðisherrum veraldarsögunnar.

Það er í raun alveg merkilegt hvað menn geta ekki lært af sögunni, Amin brenndi sig nú all rækilega á því að reka erlenda atvinnurekendur úr landi, Hitler gerði slíkt hið sama en þó á aðeins annan hátt með Gyðingana (reyndar var það nú ekki það eina sem varð honum að falli á endanum).  Það er því með skelfingu sem maður horfir upp á þetta endurtaka sig í Zimbabve.

Já, menn segja að Ísland sé með hæstu vexti í heimi....vextir í Zimbabve eru 70%. Atvinnuleysi er 60% og verðbólgan aðeins og einungis 1,5 milljón% á þessu ári. (Wikipedia)

Þetta eru já vondar fréttir.

Kveðja

Snæþór


mbl.is Stefnt að þjóðnýtingu í Simbabve
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórmerkilegur andskoti það að Mugabe er töluvert mikið menntaður hagfræðingur!

Ætli hann geti ekki skotist á málþing í HÍ til að leggja hagfræði og viðskiptanemum línurnar ;) hehehe...

Betri helmingurinn (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband