Það var laglegt!

Daginn

 Ég gleðst innilega yfir þessum stórgóðu fréttum. Ég fór á fyrri tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir ca. 2 árum og mun gera mitt allra besta til að draga betri helminginn á Nösu í haust.

 Hér er einmitt mynd sem var tekin á símann ágæta við tilefnið.

 DSC00032 Já, strákarnir skosku eru fantagóðir á tónleikum og þá sérstaklega þegar þeir blasta Jacqueline yfir skrílinn.

Lýkur þar með þessari slitróttu og ómarkvissu bloggfærslu...

 Kveðja

 Snæþór

p.s. það er kannski ágætt að enda þetta með smá markvissri spurningu.  Hljómsveitin heitir eftir ekkert svo mjög merkilegum manni en hann, eða dauði hans hafði afar mikil áhrif á heimsöguna. Því er spurninginn, hver var hann og hvaða áhrif hafði hann á veröldina?

 


mbl.is Franz Ferdinand aftur til Íslands í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Franz Ferdinand, Erkihertogi Austurríkis var drepinn, ásamt konu sinni, árið 1914 í Sarajevó.  Þetta var einn af þeim atburðum sem komu fyrri heimstyrjöldinni af stað...

Geturu sagt mér hvaða snillingur ákvað að kalla þetta fyrri og seinni heimstyrjöldin, er það pottþétt að sú þriðja komi ekki?  Ef hún kæmi, verður hún kölluð auka heimstyrjöldin...?

Annars bíð ég spenntur eftir því að Arctic Monkeys haldi hér tónleika, enda stórkostlegt tónleikaband...

Dóri (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Mikið rétt Dóri.  Mig grunar annars að nöfnin á styrjöldunum tveimur komi til vegna þess hversu stutt var á milli þeirra og reyndar er þetta eflaust slæm íslensk þýðing því að ef maður skoðar erlenda miðla þá er alltaf talað um WWI og WWII þannig að úttlendingarnir gera ráð fyrir fleirum.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 24.7.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband