Kjarklausir mótmælendur

Daginn

Ég get ekki betur séð á þessari mynd en að mótmælendurnir séu með bundið fyrir andlitið á sér.  Er þá málið það að þau trúi ekki betur á eigin málstað en það að þeir þori ekki að sýna á sér fésin?  Hvernig í ósköpunum á fólk að geta tekið mark á svona fávitaskap.

Ég legg líka til að þessir afglapar reyni að finna sér beittari og þroskaðri mótlmælaslagorð heldur en "Drekkjum Álgerði".  Gætu t.d. sagt "Höfnum virkjun íslenskra fallvatna fyrir erlenda auðhringi" nú eða "Niður með Alcoa" nú eða þá "Við viljum fátækt fámennt Austurland". Já eða bara, "Fimm ungmennum vantar vinnu og hafa ekkert betra að gera en að væflast með illa gerða, illa orðaða taurenninga í sólbaði á Reyðafirði".

Tek það fram að ég er innilegur stuðningsmaður þessa álvers og framkvæmdanna fyrir austan.

Kveðja

Snæþór


mbl.is Mótmælendur við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Sniðugur borði, "Drekkjum Álgerði" á einni hlið og "Kúkum á Alcoa" hinum megin, þetta eru ein slökustu mótmæli sem ég hef séð... Og það kemur frá andstæðingi virkjanaframkvæmda ;)

Gunnsteinn Þórisson, 12.6.2007 kl. 12:50

2 identicon

Drekkjum Álgerði??? Þeir hafa ekki tímt að henda þessum fína borða sínum. Veit ekki betur en að Valgerður Sverrisdóttir sé ekki lengur viðskipta- og iðnaðarráðherra. En kannski hafa þessir "greindu" mótmælendur aðrar og betri upplýsingar en ég.

Þórir (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Greyin, hafa þau ekkert þarfara að, laus úr skóla, nema hvað ? Hvers konar æskufólk erum við að kosta menntun á í landinu ? Fjallagrasatínsla er reyndar tímabær núna, en það hlýtur að vera eitthvað annað (t.d. ferðaþjónusta). sem þau gætu fengið vinnu við.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.6.2007 kl. 13:05

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Villa : þarfara......Les: þarfara að gera ....... og neðar: .......

reyndar tímabær ... Les: reyndar ekki tímabær...

Kv. KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.6.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hahahaha

Tek undir hvert orð.  Þetta er snilldarlega orðað hjá þér.  Þessir sem eru á móti þessum framkvæmdum fer ört fækkandi að ég tel.  Uppgangur og velmegnun sem fylgir þessum framkvæmdum fyrir austan hefur breytt viðhorfum fólks. 

Örvar Þór Kristjánsson, 12.6.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband