Lög til að fá á heilann # 5 Það besta!

Daginn

Ef við tökum lögin sem birst hafa undanfarna fjóra daga, límum saman á þeim þennann óþolandi mátt til að setjast að í heilabúunum á okkur og margföldum með 14 þá komast þau samt ekki með tærnar þar sem lag dagsins var með hælana í fyrradag. Engu logið hér því ó nei, kaupfélagið hefur alltaf rétt fyrir sér og er óskeikult líkt og stjórnandi þess.

Árið er ca. 1986, Eiki Hauks og Gaggó Vest eru á sjóndeildarhringnum en þetta lag, þetta norræna rokk ræður ríkjum. Öll þjóðin, nei, öll heimsbyggðin stóð inn í stofu, sat í bílnum, sat á dollunni, skokkaði eða naut ásta og spilaði lúftgítar á meðan við þetta lag. Jú mikið rétt, söngvarinn leit út eins og kona en hvað er að því, það er ekkert nema rokk að líta út eins og kona og hver er ég til að gagnrýna það?

Helsta minningin tengd laginu er ég og Brynjar frændi, inn í stofu með badmintonspaða já og prank símtöl til vandamanna þar sem að hringt var, lagið sett í botn og símtólið látið liggja.  Gleymi ekki garginu í Gunnu gömlu frænku í Gilsárteigi þegar hún öskraði í símann "Snæþór, viltu gjöra svo vel að hætta að hringja og spila þetta lag!!" Já þetta voru gömlu góðu.

En gjörið svo vel, hér er tónninn:

Ég er í losti, búinn að hlusta 4 sinnum í dag, stuðið orðið óbærilegt, spurning um að kippa headphonunum úr sambandi og gleðja vinnufélagana, hleypa þessu öllu í ærlega vitleysu.

Bjór einhver?

Kveðja

Snæþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoh!

alman (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband