6.6.2007 | 11:25
Lög til að fá á heilann # 4
Daginn
Heilapínanandisöngvaseiðurdagsinsídag er mun nýrra en fyrri lög. Minningin sem hangir með því lagi er einnig afar ánægjuleg. Sjáið fyrir ykkur paradís unglingsins....lagerinn í Söluskálanum á Egilsstöðum. Já, kaupfélagsstjórinn hefur ekki alltaf verið á toppi skipuritsins, ó nei, hér í den voru gólf skúruð, sett bland í poka, ís dælt og prentaðir út lottómiðar. Var reyndar sérlega vinsæll hjá ungdómi Egilsstaðakaupsstaðar fyrir sérdeilis rausnarlega blandípoka á laugardögum veturinn 1994-95.
Til þess að lifa af heilan vetur í slíku starfi þarf maður að hafa mússík og á þessum tíma var góð bylgja af ágætis poppi, Blur, Oasis og Pulp áttu markaðinn en svo var þarna ein hljómsveit sem átti slagara ársins. Man eftir mér sitjandi inn á kæli með kókómjólk í annarri hendinni og lungamjúkt Ýkt Gott frá nóa siríus í hinni blastandi græjurnar á meðan ég átti að skúra gólfið og þrífa upp pizzakúlur sem dottið höfðu á gólfið.
Lag dagsins er þetta:
Klassalag, algjört klassalag! Hef ekkert meira um þetta að segja, hef þó heyrt að söluskálinn sé ekkert, ég fullyrði ekkert, eftir að ég fór.
Held að Birnan geti vottað það Alma.
Spurning dagsins er þessi, hvað heitir hljómsveitin og hvaða garð eru þeir að tala um?
Yfir og út.
Kveðja Snæþór
Athugasemdir
Ég sé líka fyrir mér skothríð með 1kr gúmmíböngsum, og pizzu með appelsínum ofan á.
Good times.
skotta (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.