5.6.2007 | 09:25
Lög til að fá á heilann # 3
Daginn
Þetta lag þetta lag. Ég heyrði þetta lag fyrst í sveitinni, get ekki sagt að það minni á neina sveitarómantík en nokkuð oft ómaði það í eyrunum á manni í traktornum. Viss um að beljurnar hugsa enn með hryllingi til þessa sumars þegar rindillinn (var 1,48 fram yfir fermingu) gargaði laglínuna við flórmoksturinn.
Það versta við þetta lag er að það ómar lengur en flest önnur í kollinum á manni, hvort ástæðan fyrir því er þessi nett samkynhneigða gleði íronía eða bara minningin um þetta últra litaóða myndband. Annars velti ég því fyrir mér hvort þeim félögunum hafi verið fullkomnlega fyrirmunað að brosa, man ekki til þess að hafa séð glitta í brosviprur á þeim.
Merkilegt er þó að þetta blessaða heilasyngjandilag er sungið á þýskum og ef ég man rétt hollenskum fótboltavöllum, hvers vegna veit ég ekki, ekki nema þá hugsanlega til að hvetja liðið sem spilar á austurenda vallarins til að sækja meira til vesturs..... má ég þá frekar biðja um You never walk alone!
Spurning dagsins er þessi, "lagið Go west er cover, hverjir áttu orginalinn?"
Kveðja
Snæþór
Athugasemdir
Í Kop sungu menn þetta lag en með öðrum texta: Gérard, Gérard Houllier, Gérard, Gérard Houllier. Á þeim tíma var hann vinsæll...
Hommarnir í Village People áttu orginalinn, að mig minnir...
Mér finnst þetta lag vera viðbjóður, sérstaklega þegar þetta er fast í hausnum á mér. Eina leiðin til að losna við það er að hlusta á þetta: http://youtube.com/watch?v=OwwbXHNGsjU
Dóri (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 10:20
Þeir eru blessanlega hættir að syngja um houllier kallinn. En já, svarið er fullkomnlega rétt. Reyndar fékk ég þá sögu í gær að þetta hefði verið sungið til hommanna í LA og tilgangurinn þá sá að fá þá til að flytja sig til San Fransisco.
Gaman að því.
En Dóri, hvaða djöfuls lag var þetta sem þú settir þarna inn? Mér finnst ég vera skítugur!
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 6.6.2007 kl. 11:31
Þetta er hin ofur hressa hljómsveit I´m from Barcelona, 29 manna band frá Svíþjóð, og lagið heitir We´re from Barcelona, mjög hressandi, eins og öll platan þeirra, Let Me Introduce My Friends. Mæli eindregið með henni, sérstaklega í þessu skítaveðri sem dynur á okkur þessar vikurnar...
Dóri (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.