Lög til að fá á heilann # 1

Daginn

 Er búinn að vera að grúska svolítið á youtube.  Góð síða youtube.  Þar inni er hægt að finna ýmislegt sem minnir á gamla tíma.  Ég man nákvæmlega hvar ég var staddur þegar ég heyrði þetta lag fyrst.  Setustofan á Útgarði í Alþýðuskólanum á Eiðum.  Freddy Mercury var nýdáinn og minningartónleikarnir eftir hann í beinni útsendingu á gamla túbusjónvarpinu.  Við lágum þarna strákahjörðin og grétum fallinn meistara. 

Senuþjófur tónleikanna var þessi ágæta "þunga"rokk hljómsveit, Extreme, og lagið þeirra more than words.  Ég legg til að þið ágætu lesendur leggið allt sem þið eruð að gera á hilluna og smellið á vídeóið.

 

 Annars veltir maður því fyrir sér hvað hafi verið í gangi með allt þetta hár.  Þeir minna svona einna helst á kórdrengi með kvenhár en við skulum ekki láta það þvælast fyrir okkur.

 Kveðja

 Snæþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir nú mátt láta link fylgja með á flutning Extreme, á þessum minningartónleikum, á laginu Love of my life, glæsilegt lag.  Ég skal redda því fyrir þig: http://youtube.com/watch?v=3BLQHTioQtQ, mér sýnist portúgalskur texti fylgja með í kaupbæti, ekki slæmt það...

Dóri (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Fín leið til að læra portúgölsku.  Ætli Gleðibankinn sé þarna líka?

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 4.6.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband