Verðtryggingin

110px-SÍSVerðtryggingin

  

Mikið er rætt um afnám verðtryggingar fyrir þessar kostningar.  Sérstaklega hefur þó stjórnarandstaðan verið dugleg að röfla um að verðtryggingin setji bæði “axlabönd og belti” á bankana.

Persónulega er ég á móti afnámi verðtryggingarinnar því hvað er það sem gerist ef hún verður nú bönnuð með lögum?  Jú, verðbólgan fer þess í stað beina leið inn í vaxtatöflu bankanna og það sem meira er þá munu bankarnir eflaust þurfa að bæta við áhættuálagi ofan á vextina vegna þess að hér væri um áhættumeiri lánastarfsemi að ræða. Er það þetta sem við viljum?

 

Ég fer reyndar ekki ofan af því að bankarnir eru að mjólka landann fullstíft með allskyns þjónustugjöldum, seðilgjöldum, yfirlitagjöldum, tekið út eftir klukkan fimm gjöldum og fleira í þeim dúr.  Slík gjöld verða hinsvegar ekki tekin af með lögum heldur þurfa bankarnir og þeirra stjórar að sjá siðferðislegu hliðina á þessu máli.

 

Kaupfélagið segir því, höldum verðtryggingunni en köttum á þjónustugjöldin.

 

Annars vil ég benda í lokin á þetta stórkostlega lag :-D

 

http://www.bingi.blog.is/users/1c/bingi/files/c_documents_and_settings_bjornih5799_desktop_arangurafram.mp3

 

Það eru ekki allir sem geta gert fjóra hluti í einu. Verið ráðherra, trommari, söngvari og framsóknarmaður, ÁFRAM MAGGI!

 

Kveðja


Snæþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Verðtryggjum launin.

Heiðar Birnir, 4.5.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Þarfagreinir

Reyndar er þetta góður punktur. Svo gleymist líka oft að nefna að bankarnir bjóða upp á verðtryggða sparireikninga með ágætis vöxtum.

Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Afnám stimpilgjaldanna er líklegast mikilvirkasta aðferðin til að auka samkeppnina milli bankanna og það ætti að leiða til þess að mjaltirnar á okkur verði mjúkhentari.

Gestur Guðjónsson, 5.5.2007 kl. 11:04

4 Smámynd: Svandís Rós

Takk fyrir þetta Snæþór... bið að heilsa Fjólu systir þinni

Svandís Rós, 5.5.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband