22.4.2007 | 11:38
Skref í rétta átt, ömurleg aðferðarfræði, SJS að verða metró?
Daginn
Já þessi könnun úr fréttablaðinu í dag er vissulega skref í rétta átt fyrir flokkinn réttsýna (lesist Framsókn). Hinsvegar verður maður nú að setja stórt og mikið spurningamerki við aðferðarfræðina, 800 spurðir með því að loka augunum og benda í símaskránna og einungis 360 svöruðu spurningunni með bókstaf. Ekki gott hlutfall það.
Það er því óljóst nú sem fyrr í hvaða átt flokkurinn stefnir þegar kemur að prósentum en við bíðum og vonum og vitum svona innst inni að auðvitað kemur fólk til, auðvitað átta menn sig á því hvað við höfum það fjandi gott og hverjum er m.a. að þakka.
Mig langar til að benda á auglýsingu VG í fréttablaðinu í dag. Aftarlega í blaðinu neðan til er auglýsing frá konum í VG (við viljum jafnrétti eða eitthvað í þá áttina), er það allt gott og blessað en ég verð þó að viðurkenna að ég fæ alltaf nettan hroll þegar ég sé Kolbrúnu H og þá ekki síst Guðfríði Lilju, verð að viðurkenna að ég hef gert nokkrar tilraunir til að lesa bloggið hennar en skil aldrei staf sem stendur þar. Allavega þá er önnur auglýsing frá körlunum í VG á næstu síðu á eftir sem segir, "Við viljum líka jafnrétti". Það sem sló mig einna fastast við þessa auglýsingu var "Emils í kattholti" húfan á Jóni Bjarna, almennur sauðasvipur á frambjóðendum og svo ekki síst að Steingrímur Joð er kominn með unggæðingspreppalook, minnir einna helst á Skjöld tískulöggu. Er búið að metróvæða Steingrím fyrir kostningarnar?
Nóg komið
Kveðja
Snæþór
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.