16.4.2007 | 16:31
Fyrirsagna stjórnmál
Daginn
Eru þau ekki líka til? Allavega sýnist mér að Íslandshreyfingin sé að gera góða hluti í þeim. Planið er semsagt að kasta fram einhverri góðri fyrirsögn og vona svo hið besta, vona að fyrirsögnin falli vel í kramið og fólk fari ekkert að kafa of djúpt í hana nú eða skoða eldri ummæli þeirra sem að málinu standa. Ég meina auðvitað var það bara óheppni að einhver skuli hafa grafið upp þau ummæli Margrétar Sverris að það væru landráð að óska eftir aðild að ESB.
Ég allavega, svona persónulega, hlakka mjög til að sjá fleiri fyrirsagnir frá Íslandshreyfingunni. Kannski kasta þau svo fram einhverju álíka sniðugu og LÁGMARKSLAUN VERÐA 150.000 KRÓNUR. Nei heyrðu! Þau eru búin að því, gleymdu bara að reikna það út að það kostaði ríkissjóð 60 milljarða á ári en það er í lagi, við sleppum því bara að reka heilbrigðiskerfið í staðinn!
Kveðja
Snæþór
Íslandshreyfingin: Auðlindir Íslands verði aldrei í umsjá erlendra afla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Snæþór. Ég las pistilinn þinn um Draumalandið. Það er nokkur atriði sem ég hef hnotið um og vil gjarnan fá nánari svör við. Einnig vil ég koma með annan vinkil á það sem þú skrifar, svona fyrir stóru myndina. Þú segir að á þessari eyju, sem þú kallar svo snilldarlega Draumalandið, sé ofsalega mikil orka sem verði að nýta. Það er náttúrulega afstætt hvað er ofsalega mikið. Ein tveggja lítra kók er ekkert ofsalega mikið miðað við heila sundlaug af kóki, það er skratti mikið. Það er nefnilega víða til mikil orka og það er hægt að virkja vatnsorku annarsstaðar og meira að segja á jafn hagkvæman og umhverfisvænan hátt en gert er hér á landi. Sem dæmi þá eru í Norður-Ameríku, ekki svo fjarri höfuðstöðvum stóru álfyrirtækjanna mikið af óbeislaðri vatnsorku sem er mörghundruð sinnum meiri en öll samanlögð, virkjuð og óvirkjuð, orka á íslandi. Í Suður Ameríku, er óbeisluð vatnsorka sem er mörgþúsund sinnum meiri en öll samanleg virkjuð og óvirkjuð orka á Íslandi. Í Asíu og Afríku er óbeisluð vatnsorka mörghundruðföld íslensk orka. Ég held að öll þessi orka sem talað er um hér á landi sé óttalegur lambaspörður, sé horft á alla myndina. Stóru myndina. Þú segir að með því að nýta hluta okkar ofsamiklu orku til að knýja álverið í Reyðarfirði stuðluðum við að því að 1-3 álverum annarsstaðar í heiminum sem meira að segja voru knúin af vondu orkuverunum verði lokað. Mig langar til að vita hvaða álver þetta eru? Hvar eru þau og hver átti þau? Er kannski búið að loka þeim? Þú vilt einnig meina að í stað þess lands sem fórnað var fyrir Kárahnjúka hafi verið hlíft miklu miklu stærra landi. Hve miklu landi var hlíft og hvar er það.
Hvaða umhverfissinna hefur þú heyrt halda því fram að ástæða þess að það ætti ekki að virkja Kárahnjúka sé vegna þessa að önnur lönd ættu frekar að fara undir lón og að Ísland væri það fallegt að ekki mætti virkja þar?
Ísland er 103.000 km2. Örlítið minna en Kentucky, eins og segir á vef CIA. Ekki nema tæplegur 1/6 af stærð Texas. Hálendi Íslands er engin Síbería eða Sahara en það var eitt mesta ósnorta víðerni Evrópu. Ég tel að það hefði verið þess virði að halda í slíkt. Ég veit ekki hvað óspillt náttúra kostar í dag og ég veit alls ekki hvað hún kemur til með að kosta í framtíðinni. En ég þykist viss um að hún verið nálægt því að vera ómetanleg. Ég held að það sé nefnilega heildarmyndin sem við verðum að horfa á. Þú kallar það stóru myndna.Heiðar Birnir, 19.4.2007 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.