Kristrún Heimisdóttir, grófur ruddi?

110px-SÍSKvöldið

Ég var að horfa á Kastljós.  Þar mætti m.a. Kristrún Heimisdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar.  Ég hef aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tíman séð annan eins ruddaskap frá manneskju sem vill láta taka sig alvarlega.  Hún toppar meir að segja Kristján Jóhannsson og "rauð á brjóstunum" kommentið hans.

Það er grundvallaratriði í umræðuþáttum að sýna skoðunum eða þá allavega persónu andstæðings þíns þá virðingu að vera ekki að geifla sig og gretta á meðan hann talar.  Frú K. Heimisdóttir sýndi af sér slíka hegðun að ég vona að börnin sem hún veifaði nú í kringum sig með blaðinu "Unga Ísland" hafi ekki verið að horfa því að það er nákvæmlega svona hegðun sem börn eiga ekki að læra, en mikið fjári er ég hræddur um að Unga Ísland eigi eftir að verða óagað í framtíðinni ef fylkingin nær einhverju fylgi.

Þar að auki vogar þetta lið sér að gagnrýna aðra flokka fyrir "dýrar" stefnuskrár en þegar á hólminn er komið og Fylkingin spurð hvað þeirra stefnumál kosta þá svarið...."ja, ég veit ekki, er ekki búin að reikna".  Fullkomnlega óagað, óþroskað, óhæft fólk til að taka við landinu og það sannaðist svo sannarlega í þessum blessaða Kastljósþætti.

Takk Samfylkingin fyrir að hefja ykkar landsfundarhelgi með því að skjóta ykkur í báða fætur.

p.s. það fyrsta sem Ingibjörg Sólrún ætlar að gera þegar hún er komin í ríkisstjórn er að láta stroka Ísland út af lista hinna viljugu þjóða og afturkalla eftirlaunalögin.  Það er nú meira helvítið hvað þjóðin er í vondum málum ef þetta eru mest aðkallandi málin.  Það er skömm að þessu pakki.

Kveðja

Snæþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Það er skömm að þessu pakki". Er það svona virðing fyrir andstæðingum sem kenna skal börnum?

      Kristín Á. Ólafsdóttir

Kristín Á. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gæti ekki orðað þetta betur. Takk Snæi

Gestur Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 00:50

3 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Hrafnkell: Það er alveg sama hversu mikið rakalaust bull þér finnst streyma frá viðmælanda þínum, þú átt samt alltaf að sína honum þá virðingu að vera ekki að geifla þig og gjamma.

 Kristín: Ég bara get ekki sýnt svona hegðun eins og Kristrún sýndi af sér í gær virðingu.  Ég hugsa að þú hafir ekki horft á þáttinn fyrst þú reynir að verja þetta.  Já og hvernig stendur á því að tvö mál sem snerta hag íslensku þjóðarinnar (sem n.b. er í djúpum skít miðað við orð Ingibjargar á þingi síðustu misserin) ekki neitt munu verða hennar fyrstu verk? 

Gestur: Það var ekkert.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 14.4.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Heiðar Birnir

Sæll Snæþór.
Ef þú ætlar að gagnrýna aðra fyrir "ruddaskap" og lýsa skömm á "þessu pakki" skalt þú stíga varlega niður.  Það er grundvallar atriði, hvar sem er, að sýna almenna kurteisi og gæta þess hvað maður segir eða skrifar. 

Það er lítill munur á að sitja við tölvuna og blammera þá sem maður er á móti eða vera viðmælandi í sjónvarpi eða útvarpi.  Það verður að gæta þess sem er sagt eða skrifað. Með því að líkja einum flokki við eitthvað verra en klamidía, segja að skoðanir annars flokks sé viðbjóður og gera lítið úr umhverfissinnum sýnir þú hvernig þú ert innréttaður. 

Ég sá og heyrði þetta viðtal í gær.  Þær voru báðar í skotgröfunum og glefsuðu hvor í aðra.  Hvorug þeirra sýndi gott fordæmi eða almenna kurteisi.  En það eru jú kosningar framundan.
Kveðja Heiðar.

Heiðar Birnir, 14.4.2007 kl. 12:36

5 Smámynd: Heiðar Birnir

ps. ætlar þú ekki að skella inn nýrr mynd?

Heiðar Birnir, 14.4.2007 kl. 12:44

6 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Heiðar: Ég geri mér fulla grein fyrir því að ýmislegt sem ég segi er á jaðri þess kurteisa/ókurteisa.  Hinsvegar geturðu ekki með hreinni samvisku haldið því fram að "Þær voru báðar í skotgröfunum og glefsuðu hvor í aðra.  Hvorug þeirra sýndi gott fordæmi eða almenna kurteisi. "!. Því þetta er bara ekki rétt, Kristrún var yfirmáta gróflega dónaleg en hún sleppti því reyndar í þetta skiptið að taka það fram að hún væri nú lögfræðingur og hefði því meira vit á hlutunum en sauðsvartur almúginn.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 14.4.2007 kl. 13:07

7 identicon

Veistu Snæþór, ég ætlaði bara ekkert að tjá mig um þennan makalausa pistil en eftir að hafa lesið hann aftur, og góð svör Heiðars þá get ég ekki á mér setið lengur. Þessi nýfrjálsa, sjálfur aðstoðarmaður forsætisráðherra, sýndi einmitt óhemju dónaskap og laug blákalt framan í þjóðina. Kristrún gat ekki annað en æst sig við þessu enda dónaskapurinn frá mótaðilanum ótrúlegur. Og það var nú ekki lítill æsingurinn hennar megin heldur.

Vegna þess sem þú segir í svari til Heiðars:  "Ég geri mér fulla grein fyrir því að ýmislegt sem ég segi er á jaðri þess kurteisa/ókurteisa"þá verð ég að segja að þetta er mikill misskilningur hjá þér, það jaðrar ekkert við dónaskap, það er hreinlega ótrúlegur dónaskapur. En haltu endilega áfram, fylgi ykkar framsóknarmanna minnkar með hverju bloggi þíns og hinna spunabloggara flokksins.

Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 20:18

8 Smámynd: Hugarfluga

Vá, hvað ég er sammála þér. Kristrún var ótrúlega hrokafull í viðmóti og fasi og þvílíkir svipir sem hún setti upp. Það er nokkuð ljóst að hún gerði Samfylkingunni enga greiða, hvað þá sjálfri sér sem manneskju.

Hugarfluga, 14.4.2007 kl. 22:33

9 Smámynd: Heiðar Birnir

Snæþór. 
Eins víðsýnn og þú vilt vera láta, talandi um að málin séu nú ekki eins einföld og svart og hvítt, græn eða grá, þá getur þú ekki haldið því fram að það sé ekki rétt hjá mér að "Þær voru báðar í skotgröfunum og glefsuðu hvor í aðra... … . "  Því þannig var það.  Og ég segi það með góðri samvisku.  Þær gripu báðar fram í fyrir hvor annarri og báðar voru með skot á hvors annars flokk.  Hvað er þá málið?  Þó önnur hafi, að þínu mati, sagt eða gert eitthvað meira en hin er það ekki bara allt í lagi?  Það er ekki allt eins einfalt og svart og hvítt, grænt eða grátt.Ps.  Nýja myndin, Snjópartý, er bara nokk flott.

Heiðar Birnir, 15.4.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband