Gerum Einar Ben stoltan

110px-SÍS Daginn

 Ræðum aðeins um pólitík.  Ræðum aðeins um það hvers vegna það er svo fjandi mikilvægt að við höldum áfram að veita núverandi stjórnarflokkum umboð okkar til þess að stýra þessu litla landi okkar sem við köllum stundum Frón.

 Þannig er mál með vexti að við Íslendingar erum framfaraþjóð. Eða við erum orðin það, við vorum það auðvitað ekki hér á öldum áður þegar við létum danina setjast á andlitið á okkur að vild og hentugleik þeirra.  Nei, það var svona ca. rétt fyrir eða um aldamótin 1900 sem við fórum að berja frá okkur að einhverju viti.  Menn eins og Jón Forseti, Einar Ben, Hannes og allir hinir sem voru nú komnir með upp í kok á þessu aumingja búskap sem hér var stundaður.  Á þeim tíma voru þessir menn hinsvegar ekki þeir hálfguðir sem við lítum á þá nú og á ég þó sérstaklega við Einar Ben.

Maður spyr sig, hversu löngu fyrr ætli hin íslenska iðnbylting hefði hafist ef menn hefðu haft dug og þor til að fylgja á eftir hugmyndum Einars, 5 árum, 10 árum, 40 árum? Maður veit ekki. En þá spyr maður sig aftur, hvað kom nú í veg fyrir þær framfarir sem Einar vildi koma af stað? Jú, það voru afturhaldsseggir, hópar sem stýrðu landinu á þeim tíma og hræddust erlenda fjárfestingu, vildu frekar halda landinu í höftum fátæktar og aumingjaskapar frekar en að rífa sig upp, grípa tækifærin og stökkva með á iðnlestina.

Í dag erum við í ólíkri stöðu en þó ekki.  Við erum með flokka sem vilja halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf með fjölbreyttum atvinnuvegum (B og D) og svo á hinn bóginn erum við með afturhaldsliðið sem skrifar pésa eins og Fagra Ísland (S), bæklinginn um stóra STOPPIÐ við erum orðin allt of rík (V eða var það U), og svo auðvitað 1000 milljarða stefnuskráin (Í). Ég nenni ekki einu sinni að minnast á F-listann, þvílík endemis þvættingsvælan sem frá þeim kemur.  Það er nefnilega algengur misskilningur að B og D séu bara að horfa á álbræðslur, kíkjum bara aðeins í kringum okkur og veltum því fyrir okkur hvernig staðan var uppi fyrir 12 árum þegar þessu gifturíka samstarfi var hrundið af stað.  Þá vorum við með eina körfu og hún leit svona út.

  • Sjávarútvegur 70%
  • Allt annað 30%

Núna erum við hinsvegar komin með svona körfu:

  • Sjávarútvegur 30-40%
  • Stóriðja 5-10%
  • Fjármálaþjónusta 20-30%
  • Hátækni 5-10%
  • Ferðaþjónusta 5-10%
  • Allt annað 10%

Svona ca.  Þetta eru ekki hátæknilegir útreikningar, meira svona tilfinning.  Þannig að svona er staðan okkar, við erum á 12 árum komin úr einhæfu atvinnu mynstri yfir í fjölbreytt úrvals mynstur.  Þetta er það sem kommúnist....afsakið, þetta er það sem vinstri grænir t.d. virðast ekki skilja, þetta er það sem íslandshreyfingin virðist ekki skilja, þetta er það sem samfylkingin virðist ekki skilja og vilja ekki skilja.  Munið þið líka hver staðan var á atvinnumarkaðnum á sama tíma? Ef ég man rétt var atvinnuleysið einhver 5-7%, Framsókn lofaði 12.000 nýjum störfum og trallala skyndilega sköpuðust 15.000 ný störf.  Auðvitað var það ekki framsókn sem gerði þetta ein og sér, nei nei ég er ekki að halda því fram en það sem framsókn og íhaldið gerðu var að skapa aðstæður fyrir fyrirtæki til þess að skapa þessi störf. 

Hvað hefur svo gerst? Jú, öll þessi nýju störf, öll þessi nýju tækifæri hafa skapað þjóðfélaginu margfallt meiri tekjur en áður, kaupmátturinn flýgur upp, hagvöxturinn er einstakur og allt í gúddí.  Auðvitað eru einhverjir fátækari en aðrir en þegar við skoðum heildar myndina.  Þegar við berum okkur saman við aðra þá komumst við bara að þeirri loka niðurstöðu að við erum bezt.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa komið okkur hingað, setjum x við ríkisstjórnina (og auðvitað helst við B) og höldum áfram uppbyggingu landsins á sömu nótum.  Gerum Einar Ben stoltan.

 Kveðja


Snæþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegur pistill Snæþór. Skemmtilegra samt það sem þú sleppir!

Þú talar til dæmis ekkert um verðbólguna. Skiptir hún ekki máli? Þú talar ekki um biðlista á sjúkrahúsum. Svo talarðu ekkert um versnandi gengi íslenskra nemenda í alþjóðlegum könnnum (skólakerfið). Þú talar ekkert um öryrkjadómana... nei þetta skiptir auðvitað ekkert máli, sorry, við fengum Kárahnjúka!

En það merkilegasta er að þú eignar framsóknarmönnum (og að einhverjum hluta sjálfstæðisflokknum) allan þann árangur sem hér hefur orðið.  Geta samt ekki allir verið sammála því að EES samningurinn er grundvöllur nær allrar hagsældar sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Allavega ástæða þess að fjármálamarkaðir opnuðust. Og það er gaman að rifja upp að framsóknarflokkurinn  sagði næstum allur NEI við þeim lögum á þingi, eða sátu ellegar hjá.  Já, og punkturinn er auðvtað sjá að jafnaðarmannaflokkurinn kom þeim samningi á rekspöl.

Jájá, gleymum þessu bara Snæþór!

Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 10:06

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Blessaður félagi Ipsen.

Nei, ég tala ekkert um verðbólguna, auðvitað hefði ég getað það og lengt þennan pistil en gerði það ekki, geri það bara síðar.  Málið samt með kaupmáttaraukninguna að þar er búið að taka tillit til verðbólgu þannig að í raun talaði ég nú um þessa blessuðu bólgu.

Biðlistar á sjúkrahúsum eru nánast ekki til í dag, ólíkt því sem var 1995, ef ég man rétt þá eru einungis biðlistar í einhverjum tegundum augnaðgerða.  Í öllum öðrum aðgerðum eru einungis svokallaðir vinnulistar.  Þ.e. að biðin er innan við 3 mánuðir (er að kafa djúpt í minnið þarna, gæti eitthvað verið að förlast).

Versnandi gengi íslenskra nemenda á alþjóðavís, já, það er óneitanlega vont mál en mikið treysti ég nú betur núverandi stjórnarfokkum til að takast á við það heldur en kaffibandalaginu.

Öryrkjadómarnir, mitt mat, tómt klúður hjá ríkisstjórninni.  Það gera allir mistök, þau voru gerð í þessum málum og sem betur fer unnið í því að leysa villurnar.

EES er frábær samningur sem hefur hjálpað okkur mikið.  En var það EES samningurinn sem setti 10% tekjuskatt á fyrirtæki? Held ekki kallinn minn.

Kv.


Snæþór

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 12.4.2007 kl. 12:16

3 Smámynd: Einar Ben

Ég er mjög stoltur, en betur má ef duga skal.....

kv. af skaga.

Einar Ben, 13.4.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband