10.4.2007 | 16:31
Draumahnötturinn
Daginn aftur
Ég ætla að byrja moggabloggferð mína á því að endurvinna grein sem ég skrifaði fyrr á árinu. Gjörið svo vel.
Kæru Ómar, Steingrímur og aðrir gegn stóriðju á Íslandi.
Við búum á littlum bláum hnetti, við skulum kalla hann Framtíðarhnöttinn eða Draumahnöttinn, þið ráðið? Á hnettinum okkar búa margar þjóðir og innan hverrar þjóðar margir einstaklingar. Einstaklingarnir á Framtíðarhnettinum/Draumahnettinum nota bíla, flugvélar, húsnæði, hnífapör, geisladiska, alls kyns byggingarvörur, spegla og svo margt margt annað sem búið er m.a. til úr áli.
Í dag eru fjöldamörg álver út um allan Draumahnöttinn/Framtíðarhnöttinn sem framleiða álið sitt (fyrir mig og þig og alla hina á hnettinum) með því að nota orku sem kemur frá kola- og olíuorkuverum. Þau eru vond, voða vond, því að þau spúa út í andrúmsloftið á Drauma/Framtíðarhnettinum slæmum efnum sem m.a. eru að ýta undir svokölluð Gróðurhúsaáhrif. Kannski finnst andstæðingum álvera á Íslandi það bara fínt því að þá verður kannski svo hlýtt á Íslandi að hægt verði að baða sig í dögginni á Arnarvatnsheiði allan ársins hring án þess að verða að rúsínu. (þarna niðri sko)
Á Framtíðar/draumahnettinum er svo lítil eyja, þessi eyja heitir Ísland, sumir kalla hana Draumalandið eða Framtíðarlandið og er það vel, þetta eru falleg orð. Á þessari eyju er ofsalega mikil orka, og galdurinn er sá að orkan sú er hrein og endurnýtanleg. Þessvegna m.a. finnst mörgum sniðugt að nýta orkuna til þess að framleiða málminn (álið) sem við notum svo mikið af (vegna þess að hann er léttur og sparar aðra orku) á Íslandi/Framtíðarlandinu/Draumalandinu. Það myndi nefnilega verða til þess að 1-2-3-4 álver annarsstaðar á Drauma/Framtíðarhnettinum sem nota voða vondu orkuverin yrði lokað. Þá væri nú gaman á hnettinum okkar.
Það er nefnilega þannig að við öll, ég, þú og allir á hnettinum okkar berum saman ábyrgð á því að reyna að sporna við Gróðurhúsaáhrifunum. Við erum búin að taka risastökk með því að reisa gott Álver á Reyðarfirði, jú, mikið rétt, við fórnuðum landi í staðinn en á móti því var 1-2-3 álverum annarstaðar á Draumahnettinum lokað og við það hlífðum við svo miklu miklu stærra landsvæði heldur en Kárahnjúkum.
Hinsvegar eigum við við svolítinn vanda að stríða. Já, á Drauma/Framtíðarlandinu (Íslandi) er hópur fólks sem kallar sig umhverfissinna. En sama hvað þeim er bent á stóru myndina þá virðist það ekkert hafa að segja hjá þessum hóp því að Ísland er fallegazt í heimi og hér á landi er perlan, hér má ekkert gera því að öll hin löndin á Draumahnettinum eru ljót og þeim má sökkva fyrir Kárahnjúka. Þessi aðilar sem kalla sig umhverfissinna eru það bara ekki neitt, nei, þeir eru svona eins og Frjálslyndir eru varðandi innflytjendur, já þessir aðilar eru Umhverfis-rasistar.
Það er ljóst að ekki verður farið í fleiri Kárahnjúka, ekki mun minn flokkur standa fyrir því í það minnsta, því hefur hann lofað. Héðan í frá verður notast að mestu við gufuaflið sem við eigum svo mikið af og munum jafnvel eignast meira af með djúpborun.
Því bið ég ykkur andstæðinga álvera á Íslandi, þið sem þykist vera umhverfissinnar, horfið á stóru myndina!
Snæþór S. Halldórsson
Athugasemdir
Flott mynd hjá þér.
Heiðar Birnir, 10.4.2007 kl. 16:39
Velkomin í bloggmenninguna
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 11.4.2007 kl. 01:01
Legg ég á og mæli með að hér verði meira líf en undanfarið hefur verið á gamla blogginu.
Velkomin á nýjan stað gæskur
Skotta
Skotta (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:25
Takk fyrir síðast Snæþór. Æðislegar myndir, hvar er svona fallegt landslag, hahaha.góðar kveðjur Karólína frænka
Guðbjörg K. Karlsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:00
Takk sömuleiðis Gugga. Þetta var mikil úrvals ferð og þvílíkt draumalandslag fyrir áhugaljósmyndarann mig. Hlakka til 1. maí, heitur pottur og notalegheit.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 12.4.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.