1.6.2010 | 22:41
Blöff aldarinnar!
Þetta er nú meira dómadagsruglið. Eftir að hafa lesið frumvarpið þá sýnist mér þetta líta svona út.
Dæmi.
Bílalán í yenum og svissneskum frönkum 50/50.
Lánið tekið í september 2006
Staða á láninun núna 4,7 milljónir króna, upphafleg fjárhæð 3,4 milljónir.
Gengi franka og yens hefur hækkað að meðaltali gagnvart krónu um 118% á lánstímanum en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 37,5% á sama tíma. Það þýðir að lækkun höfuðstólsins verður 118-37,5 sem gerir 80,8%.
Reiknum dæmið:
4,7 milljónir bakreiknaðar um 80,8% þýða að endurreiknað lán verður í 2,6 milljónum. Ofan á það bætast svo þjáningabætur kaupleigufyrirtækjanna upp á 15% þannig að lánið stendur í 3 milljónum sléttum (ca).
Lánið breytist í lán í íslenskum krónum (verðtryggt eða óverðtryggt). Samkvæmt reiknivél Lýsingar myndi afborgun af láninu verða um 66þúsund krónur á mánuði. Núverandi afborgun á láninu er nákvæmlega sama fjárhæð.
Þetta þýðir það að kaupleigufyrirtækin eru ekki að missa krónu og ekki að taka á sig nokkra einustu ábyrgð, þau fá nákvæmlega sömu fjárhæð greidda til baka frá neytendum og ef þetta dómadagsrugl frumvarp hefði ekki komið fram. Það eru meir að segja talsverðar líkur á því að þau fái meira til baka! Vegna þess að krónan gæti allt eins haldið áfram að styrkjast og verðbólgan dúlla sér í kringum 5-10%.
Þvílík endemis drasl ríkisstjórn!
Mælti fyrir frumvarpi um bílalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vanir menn og vönduð vinna, þegar tryggja þarf að bankarnir fái sitt! Segi menn svo að starfsmenn AGS kunni ekki til verka! Leppstjórnin hlýðir og hlýðir!
Auðun Gíslason, 1.6.2010 kl. 22:52
Ekki ætla ég að ganga að þessu. Ég bíð þar til dómsmálin eru búin.
Eins og er hefur það verið sannað að SP sem dæmi tók aldrei lán í erlendri mynt til að fjármagna "myntkörfulánin" sem þeir buðu einstaklingum. Því getur það ekki verið að nokkur aðili sem er með bílalán hjá þeim skuldi neitt í erlendri mynt.
A.L.F, 2.6.2010 kl. 00:29
A.L.F. : Það skiptir engu máli hvort SP Fjármögnun lánaði erlenda mynt eða gengistryggðar krónur, þeir höfðu starfsleyfi fyrir hvorugu og virðast þar að auki hafa verslað "svart og sykurlaust" eins og það er kallað í bílageiranum (þ.e. án vsk. reikninga) sem er ekki bara ólöglegt heldur beinlínis dauðasök fyrir fjármálafyrirtæki. Nýjustu fréttir af þaulskipulagðri glæpastarfsemi þeirra er að verið sé að undirbúa kennitöluflakk til að skilja ólöglegu myntkörfulánin eftir í þrotabúi en halda áfram með þau verðtryggðu. Verði þeim að góðu sem hafa þegar verið vörslusviptir eða greitt upp sín lán, að reyna að sækja til sín bætur.
Hjartanlega sammála um vanhæfi ríkisstjórnar!
Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 05:13
Nú hafa samtök lánþega hvatt lánþega til að hinkra og bíða eftir dómsúrskurði um lánin sem væntanlegur er innan þriggja vikna. Er til meiri áfellisdómur yfir ráðherranum! Hann ætti að segja af sér strax maðurinn og viðurkenna fyrir sjálfum sér það sem allir sjá (nema kannski annað samfylkingarfólk) að hann er gjörsamlega óhæfur í þetta starf. Hann getur kannski ekkert að því gert þar sem hann virðist fádæma heimskur en einhver í samfylkingunni hlýtur að hafa nægt vit til að sjá þetta og það fólk ætti að sjá um að segja honum Árna þetta á varfærinn hátt. Hann er of heimskur til að fatta það sjálfur.
assa (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 10:00
Þetta er algjört rugl - og engin hjálp í slíkri lausn fyrir mig.
Sjálf er ég með lán sem var upphaflega 1.400 þús - er í dag 2.800 þús.
Skv. mínum útreikningum færi það niður í sömu upphæð - og hvar er þá allur sá aur sem ég hef þegar greitt af láninu ? Tapað fé !
Staðan yrði þessi hjá mér - nýtt lán kr. 1.414.000 skv. Avant : Mánaðargreiðsla yrði kr 48.985 en er í dag um kr. 56.000 og lánstími 3 ár en það er sá tími ég eftir er af núverandi láni.
Þegar heildar lánstíma líkur (e. 3 ár) - verð ég búin að borga litla bílinn minn 3svar sinnum miðað við götuvirði.
Linda (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 15:54
Takk fyrir þetta, fékk að pósta þessu inn á facebook hópinn: http://www.facebook.com/home.php?#!/group.php?gid=319557769313
Þórdís (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 19:56
Gleymum ekki heldur lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 en í 14.gr. segir m.a.: "Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar." Eins og við vitum ber lánveitanda að kynna heildarlántökukostnað við upphaf samnings og kynna þar árlega hlutfallstölu kostnaðar eins og segir í 6. gr.: "Við gerð lánssamnings skal lánveitandi gefa neytanda upplýsingar um:
4. Heildarlántökukostnað í krónum, reiknaðan út skv. 7. gr.
5. Árlega hlutfallstölu kostnaðar, þ.e. heildarlántökukostnað, lýst sem árlegri prósentu af upphæð höfuðstólsins og reiknaðri út skv. 10.–12. gr." Og 7. gr. segir: "Heildarlántökukostnaður felur í sér allan kostnað af láninu, þar með talda vexti og önnur gjöld sem neytandi skal greiða af því, með þeim undantekningum sem greinir í 3. mgr." Lánssamningur með höfuðstól í íslenskum krónum en afborganir tengdar gengi erlendra gjaldmiðla gefur árlega hlutfallstölu sem er umtalsvert hærri en kynnt er í greiðsluáætlun sem er fylgiskjal samnings ef hún er reiknuð í dag. Þar með er lánveitenda óheimilt að innheimta slíkan lántökukostnað að mínu viti.
Erlingur Alfreð Jónsson, 2.6.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.