Færsluflokkur: Bloggar
11.10.2007 | 23:01
Íhaldið með tár á hvarmi..bú..hú
Kvöldið
Já mikið fjandi er langt síðan síðast, löngu kominn tími á smá bombu og læt ég hana hér fylgja.
Sjaldan hef ég séð jafn mörg íhaldstár á kvörmum og í sjónvarpsviðtölum kvöldsins. Ég er ekki frá því að Gísli Marteinn og félagar hafi jafnvel séð soldið eftir öllu saman þegar þau grétu með höfuð á öxlum hvers annars og hrópað why...WHY!?
Spyrjum okkur aðeins að því hvað það var sem gerðist, jú REI og GGE sameinast. Það eru allir sáttir við það, eðlilegt framhald og allt í jolly gúddí. Helst var þetta þó látið gerast of hratt og gamli góði Villi gleymdi að spyrja hina sjallana hvort þetta væri allt í lagi.
Ekki fannst Gísla og félögum það nú og þau nett trylltust (í millitíðinni trylltist Svandís Svavars í Kastljósi og kallaði menn ýmsum nöfnum sem hún kallaði menn samt ekki og fannst gamla góða Villa það mjög leitt að hann hefði haft eftir henni það sem hún sagði en þar sem hún sagðist ekki hafa sagt það þá hefði hún víst ekki sagt það...). Nú, Gísli og félagar ákváðu að nú væri nóg komið, gamli góði Villi væri orðinn gaga og því tímabært að fara að klaga hann í Geir. Þangað stormuðu því sex litlir sjallar og komu til baka með mótaða hugmynd um að þessi sameining væri fín en það yrði að selja fyrirtækið strax og eigi síðar en á næstu 2-3 mánuðum. Hanna Birna sagði svo skemmtilega frá þessu í kvöld, tilvitnun hefst "Það hefði ekki verið nokkur vandi að leysa þetta mál, bara ef hann (Björn Ingi) hefði samþykkt sjónarmið okkar og tekið tillit til þess"
Jáhá, þetta var semsagt ekkert mál ef bara Björn Ingi buktaði sig fyrir íhaldinu og kyngdi þeirra skoðun, þá bara hefði verið hægt að halda áfram að gefa frítt í strætó og kveikja á friðarljósum (Villi, muna bara að líma kolluna betur næst þegar er svona mikið rok, BYKO selur líka ágætis double tape). En er það ekki einmitt þetta sem við framsóknarmenn höfum alltaf verið gagnrýndir fyrir? Það að við buktum okkur fyrir Íhaldinu, ég veit reyndar ekki til þess að slíkt hafi gerst en hinir bloggararnir voru voða duglegir að hamra á því í tíð síðustu ríkisstjórnar. Nei, ég styð þig Björn Ingi í því sem þú gerðir, þú lést þetta lið sem var sorry yfir því að fá ekki að stjórna gamla góða Villa eins og tuskudúkku finna til tevatnsins.
Það er samt einn stór mínus í þessu öllu. Já, ég er hræddur um að þetta þýði að núna strax næsta laugardag verði Gísli Marteinn (nú hálf-atvinnulaus) aftur mættur á skjáinn að hrella eldri borgara þessa stórgóða lands.
Lifi framsókn.
Kveðja
Snæþór
p.s. ég tek það fram að Þorbjörg Helga er ljómandi fín og hef ég ekkert út á hana að segja enda er hún fyrrv. kennari minn og gaf mér fína einkunn fyrir BS. verkefnið. Go Tobba.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2007 | 10:54
Idi Amin?
Daginn
Þetta eru vondar fréttir fyrir íbúa Simbabwe. Lýðræðið á greinilega ekki upp á pallborðið hjá Mugabe og sýnist mér að hann sé að taka sér stöðu við hlið Idi Amin, Mao, Adolf Hitler, Josef Stalin og Pol Pot sem einn af verstu einræðisherrum veraldarsögunnar.
Það er í raun alveg merkilegt hvað menn geta ekki lært af sögunni, Amin brenndi sig nú all rækilega á því að reka erlenda atvinnurekendur úr landi, Hitler gerði slíkt hið sama en þó á aðeins annan hátt með Gyðingana (reyndar var það nú ekki það eina sem varð honum að falli á endanum). Það er því með skelfingu sem maður horfir upp á þetta endurtaka sig í Zimbabve.
Já, menn segja að Ísland sé með hæstu vexti í heimi....vextir í Zimbabve eru 70%. Atvinnuleysi er 60% og verðbólgan aðeins og einungis 1,5 milljón% á þessu ári. (Wikipedia)
Þetta eru já vondar fréttir.
Kveðja
Snæþór
Stefnt að þjóðnýtingu í Simbabve | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2007 | 14:42
Það var laglegt!
Daginn
Ég gleðst innilega yfir þessum stórgóðu fréttum. Ég fór á fyrri tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir ca. 2 árum og mun gera mitt allra besta til að draga betri helminginn á Nösu í haust.
Hér er einmitt mynd sem var tekin á símann ágæta við tilefnið.
Já, strákarnir skosku eru fantagóðir á tónleikum og þá sérstaklega þegar þeir blasta Jacqueline yfir skrílinn.
Lýkur þar með þessari slitróttu og ómarkvissu bloggfærslu...
Kveðja
Snæþór
p.s. það er kannski ágætt að enda þetta með smá markvissri spurningu. Hljómsveitin heitir eftir ekkert svo mjög merkilegum manni en hann, eða dauði hans hafði afar mikil áhrif á heimsöguna. Því er spurninginn, hver var hann og hvaða áhrif hafði hann á veröldina?
Franz Ferdinand aftur til Íslands í september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2007 | 13:56
LSLÁH #7....shit, og við héldum við myndum vinna!!
Daginn
Þetta er rosalegt...alveg rosalegt. Mér finnst Gunni Þórðar eiga besta mómentið þarna, sést aðeins glitta í hann í upphafi.
Hef ekkert meira um þetta að segja...þjóðin hefur verið með þetta fast í kollinum í 21 ár...skelfing og skömmustulegheit.
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 12:57
Allt fullt af nýjum myndum!
Daginn
Mig langar að benda ykkur ágætu lesendur á að nú er komið fullt af nýjum myndum í Kaupfélagið.
Hér er eitt dæmi:
Hér er linkurinn á myndasíðuna! HÉR
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 12:23
Kjarklausir mótmælendur
Daginn
Ég get ekki betur séð á þessari mynd en að mótmælendurnir séu með bundið fyrir andlitið á sér. Er þá málið það að þau trúi ekki betur á eigin málstað en það að þeir þori ekki að sýna á sér fésin? Hvernig í ósköpunum á fólk að geta tekið mark á svona fávitaskap.
Ég legg líka til að þessir afglapar reyni að finna sér beittari og þroskaðri mótlmælaslagorð heldur en "Drekkjum Álgerði". Gætu t.d. sagt "Höfnum virkjun íslenskra fallvatna fyrir erlenda auðhringi" nú eða "Niður með Alcoa" nú eða þá "Við viljum fátækt fámennt Austurland". Já eða bara, "Fimm ungmennum vantar vinnu og hafa ekkert betra að gera en að væflast með illa gerða, illa orðaða taurenninga í sólbaði á Reyðafirði".
Tek það fram að ég er innilegur stuðningsmaður þessa álvers og framkvæmdanna fyrir austan.
Kveðja
Snæþór
Mótmælendur við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.6.2007 | 10:00
Lög sem límast á heilann # 6
Daginn
Lag dagsins er einstakt, algjörlega einstakt. Það hefur líka kallað fram hreint út sagt fáheyrð viðbrögð hjá mínum stórfína vini að westan, Axel. Gaman að minnast á það að hann er einmitt að fara að gifta sig um næstu helgi, spurning að taka þetta fyrir hann á gítarinn í veislunni.....
Það verða ekki höfð mörg orð um þetta, lagið á sennilega sök á því að Axel dúxaði ekki í HR þar sem við Shiran spiluðum þetta í tíma og ótíma við próflesturinn. Fyrirgefðu kallinn, vona að þú takir því ekki illa.
Spurning dagsins er þessi: "Hvað heitir hárgreiðslukona Neil Diamond?"
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 09:46
Lög til að fá á heilann # 5 Það besta!
Daginn
Ef við tökum lögin sem birst hafa undanfarna fjóra daga, límum saman á þeim þennann óþolandi mátt til að setjast að í heilabúunum á okkur og margföldum með 14 þá komast þau samt ekki með tærnar þar sem lag dagsins var með hælana í fyrradag. Engu logið hér því ó nei, kaupfélagið hefur alltaf rétt fyrir sér og er óskeikult líkt og stjórnandi þess.
Árið er ca. 1986, Eiki Hauks og Gaggó Vest eru á sjóndeildarhringnum en þetta lag, þetta norræna rokk ræður ríkjum. Öll þjóðin, nei, öll heimsbyggðin stóð inn í stofu, sat í bílnum, sat á dollunni, skokkaði eða naut ásta og spilaði lúftgítar á meðan við þetta lag. Jú mikið rétt, söngvarinn leit út eins og kona en hvað er að því, það er ekkert nema rokk að líta út eins og kona og hver er ég til að gagnrýna það?
Helsta minningin tengd laginu er ég og Brynjar frændi, inn í stofu með badmintonspaða já og prank símtöl til vandamanna þar sem að hringt var, lagið sett í botn og símtólið látið liggja. Gleymi ekki garginu í Gunnu gömlu frænku í Gilsárteigi þegar hún öskraði í símann "Snæþór, viltu gjöra svo vel að hætta að hringja og spila þetta lag!!" Já þetta voru gömlu góðu.
En gjörið svo vel, hér er tónninn:
Ég er í losti, búinn að hlusta 4 sinnum í dag, stuðið orðið óbærilegt, spurning um að kippa headphonunum úr sambandi og gleðja vinnufélagana, hleypa þessu öllu í ærlega vitleysu.
Bjór einhver?
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2007 | 11:25
Lög til að fá á heilann # 4
Daginn
Heilapínanandisöngvaseiðurdagsinsídag er mun nýrra en fyrri lög. Minningin sem hangir með því lagi er einnig afar ánægjuleg. Sjáið fyrir ykkur paradís unglingsins....lagerinn í Söluskálanum á Egilsstöðum. Já, kaupfélagsstjórinn hefur ekki alltaf verið á toppi skipuritsins, ó nei, hér í den voru gólf skúruð, sett bland í poka, ís dælt og prentaðir út lottómiðar. Var reyndar sérlega vinsæll hjá ungdómi Egilsstaðakaupsstaðar fyrir sérdeilis rausnarlega blandípoka á laugardögum veturinn 1994-95.
Til þess að lifa af heilan vetur í slíku starfi þarf maður að hafa mússík og á þessum tíma var góð bylgja af ágætis poppi, Blur, Oasis og Pulp áttu markaðinn en svo var þarna ein hljómsveit sem átti slagara ársins. Man eftir mér sitjandi inn á kæli með kókómjólk í annarri hendinni og lungamjúkt Ýkt Gott frá nóa siríus í hinni blastandi græjurnar á meðan ég átti að skúra gólfið og þrífa upp pizzakúlur sem dottið höfðu á gólfið.
Lag dagsins er þetta:
Klassalag, algjört klassalag! Hef ekkert meira um þetta að segja, hef þó heyrt að söluskálinn sé ekkert, ég fullyrði ekkert, eftir að ég fór.
Held að Birnan geti vottað það Alma.
Spurning dagsins er þessi, hvað heitir hljómsveitin og hvaða garð eru þeir að tala um?
Yfir og út.
Kveðja Snæþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 09:25
Lög til að fá á heilann # 3
Daginn
Þetta lag þetta lag. Ég heyrði þetta lag fyrst í sveitinni, get ekki sagt að það minni á neina sveitarómantík en nokkuð oft ómaði það í eyrunum á manni í traktornum. Viss um að beljurnar hugsa enn með hryllingi til þessa sumars þegar rindillinn (var 1,48 fram yfir fermingu) gargaði laglínuna við flórmoksturinn.
Það versta við þetta lag er að það ómar lengur en flest önnur í kollinum á manni, hvort ástæðan fyrir því er þessi nett samkynhneigða gleði íronía eða bara minningin um þetta últra litaóða myndband. Annars velti ég því fyrir mér hvort þeim félögunum hafi verið fullkomnlega fyrirmunað að brosa, man ekki til þess að hafa séð glitta í brosviprur á þeim.
Merkilegt er þó að þetta blessaða heilasyngjandilag er sungið á þýskum og ef ég man rétt hollenskum fótboltavöllum, hvers vegna veit ég ekki, ekki nema þá hugsanlega til að hvetja liðið sem spilar á austurenda vallarins til að sækja meira til vesturs..... má ég þá frekar biðja um You never walk alone!
Spurning dagsins er þessi, "lagið Go west er cover, hverjir áttu orginalinn?"
Kveðja
Snæþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)