Hvernig var þetta með heimlin?

Hvað er þetta eiginlega? Hvenær á að koma með mótaðar tillögur til varnar heimilunum? Það hefur ekkert komið fram frá ríkisstjórninni, nákvæmlega ekkert!

 Þetta frumvarp hjálpar fjölskyldum í neyð minna en ekkert og er í raun þessum fjölskyldum til frekari íþyngingar því að á meðan ræða ætti aðstoð þeim til handa mun þingið  vera að ræða þetta frumvarp. Já þetta frumvarp sem Georg Bjarnfreðason...afsakið, Steingrímur Joð, segir meir að segja sjálfur að muni ekki hafa neina merkingu núna en muni hugsanlega hafa eitthvað að segja í framtíðinni...!

TIL HVERS VAR TIL ÞESSA RÍKISSTJÓRNARSAMSTARFS STOFNAÐ!!??


mbl.is Tekið á skattaparadísum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Það þarf auðvitað að afla tekna til að hjálpa heimilunum. Þetta er löngu tímabær aðgerð. Í öllum stóraðgerðum þarf gríðarlegt fjármagn.

Davíð Löve., 27.2.2009 kl. 13:16

2 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Já Snæþór ég tek undir með þér að það er farið að renna á mann 2 grímur varðandi þessa ríkisstjórn.  Það er hinsvegar ljós í myrkrinu og það er tillaga Framsóknarmanna um 20% niðurskurð á lánum einstaklinga og fyrirtækja.  Það er ótrúlegt að vita það að nýju bankarnir skulu nú þegar hafa keypt þessi lán af gömlu bönkunum með 50-80% afföllum og því ekkert eðlilegra en að heimilin og fyrirtækin fái að njóta þess líka.  Það er algert bull að við höfum ekki efni á þessari niðurfellingu.  Við höfum einfaldlega ekki efni á því að hafna henni.  Því skora ég á Framsóknarmenn að leggja þetta fram sem frumvarp á Alþingi og viðhafa nafnakall þegar greitt verður atkvæði um hana í beinni útsendingu til að þjóðin sjái svart á hvítu hverjir það eru sem standa á móti þessu.

Það er ekki nóg að hjálpa þeim sem að í mesta vandanum eru staddir, það erum við meðal Jónarnir sem þurfum líka aðstoð þótt að við enn merjum það að standa í skilum.  Við viljum ekki klíkuskap og mismunum í því ógurlega apparati sem kemur til með að skapast í svokölluðu greiðsluaðlögunnar plani.  !!!!!

Hilmar Heiðar Eiríksson, 27.2.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Hjálpum heimilunum" var auðvitað bara blaður vinstri manna, til þess eins að komast í stjórn.

Svo hefur orðið eitthvað minna um efndir.

Eins og flestir vita, þá var samstarfið stofnað fyrst og fremst til þess að fá Davíð úr Seðlabankanum, nú hefur það tekist.

Í Seðlabankann er kominn erlendur "óháður" sérfræðingur. Hann er nú ekki óháðari en svo, að hann var fjármálaráðherra Noregs í byrjun 9 áratugarins og háttsettur innan systurflokks Samfylkingarinnar í Noregi. Tilviljun ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband